15 sep. 2006Það verður stór stund fyrir íslenskan kvennakörfubolta á morgun þegar íslenska landsliðið tekur á móti Noregi í fyrsta heimaleik sínum í evrópukeppni frá upphafi. Leikurinn er ennfremur fyrsti heimaleikur Íslands í keppni frá því að Ísland vann Lúxemborg 56-51 í úrslitaleik Smáþjóðaleikanna í Smáranum 6. júní 1997. Þessi sögulegi leikur við Noreg á morgun fer fram í Keflavík og hefst klukkan 14.00. Íslenska kvennalandsliðið hefur aðeins spilað 17 landsleiki af 107 á heimavelli og af þeim hafa níu unnist. Íslensku stelpurnar töpuðu fimm fyrstu heimaleikjum sínum en hafa síðan unnið 9 af síðustu 12 þegar þær hafa spilað á heimavígstöðum. Ísland hefur unnið alla þrjá heimaleiki sína við Noreg en þeir voru allir æfingaleikir í maí 2003 þegar íslenska liðið var að undirbúa sig fyrir komandi Smáþjóðaleika á Möltu. Ísland vann með 16 stigum í Keflavík (67-51), einu stigi í DHL-Höllinni (78-77) og loks með 3 stigum á Ásvöllum (55-52). Leikurinn á morgun verður ennfremur sá fimmti sem kvennalandsliðið spilar í Keflavík og eini sigurinn til þessa kom einmitt gegn Noregi 23. maí 2003 en Ísland vann þann leik 67-51. Aðeins þrír leikmenn íslenska liðsins í dag spiluðu Í þessum sigurleik ggen Noregi í Keflavík. Birna Valgarðsdóttir sem skoraði 17 stig í leiknum, Hildur Sigurðardóttir var með 9 stig og Signý Hermannsdóttir skoraði 4 stig. Í norska liðinu eru hinsvegar sex leikmenn sem léku leikinn fyrir þremur árum, Kjersti Brekke (3 stig), Guro Nyquist (0), Siri Andersen (3), Kristina Tattersdill (11), Ingvild Knudsen (6) og Kristine Kristiansen (4) en stigaskor þeirra í leiknum er innan sviga. Heimaleikir kvennalandsliðsins frá upphafi: 3.4.1988 (Keflavík) Ísland-Wales 39-64 4.4.1988 (Hagaskóli) Ísland-Lúxemborg 34-74 27.12.1995 (Keflavík) Ísland-Eistland 64-91 28.12.1995 (Seljaskóli) Ísland-Eistland 48-81 29.12.1995 (Akranes) Ísland-Eistland 58-60 4.6.1997 (Smárinn*) Ísland-Malta 73-42 5.6.1997 (Smárinn*) Ísland-Kýpur 70-52 6.6.1997 (Smárinn*) Ísland-Lúxemborg 56-51 23.5.2003 (Keflavík) Ísland-Noregur 67-51 24.5.2003 (DHL-Höllin) Ísland-Noregur 78-77 25.5.2003 (Ásvellir) Ísland-Noregur 55-52 28.5.2004 (Keflavík) Ísland-England 77-101 29.5.2004 (Grindavík) Ísland-England 85-76 30.5.2004 (Ásvellir) Ísland-England 53-58 20.5.2005 (DHL-Höllin) Ísland-England 71-63 21.5.2005 (Smárinn) Ísland-England 78-59 22.5.2005 (Njarðvík) Ísland-England 63-77 * Leikur í keppni (Smáþjóðaleikarnir 1997) Flestir leikir spilaðir á heimavelli: Birna Valgarðsdóttir 13 Helga Þorvaldsdóttir 10 Erla Þorsteinsdóttir 9 Signý Hermannsdóttir 8 Erla Reynisdóttir 8 Alda Leif Jónsdóttir 8 Rannveig Randversdóttir 8 Hildur Sigurðardóttir 8 Flest stig skoruð á heimavelli: Birna Valgarðsdóttir 118 Anna María Sveinsdóttir 95 Erla Þorsteinsdóttir 92 Hildur Sigurðardóttir 77 Signý Hermannsdóttir 63 Helga Þorvaldsdóttir 58 Linda Stefánsdóttir 57 Erla Reynisdóttir 48 Alda Leif Jónsdóttir 46 Guðbjörg Norðfjörð 46 Helena Sverrisdóttir 41 Flest stig skoruð að meðaltali á heimavelli: Helena Sverrisdóttir 20,5 (2 leikir/41 stig) Anna María Sveinsdóttir 15,8 (6/95) Erla Þorsteinsdóttir 10,2 (9/92) Hildur Sigurðardóttir 9,6 (8/77) Linda Stefánsdóttir 9,5 (6/57) Birna Valgarðsdóttir 9,1 (13/118)
Fyrsti alvöru heimaleikur kvennalandsliðsins í níu ár
15 sep. 2006Það verður stór stund fyrir íslenskan kvennakörfubolta á morgun þegar íslenska landsliðið tekur á móti Noregi í fyrsta heimaleik sínum í evrópukeppni frá upphafi. Leikurinn er ennfremur fyrsti heimaleikur Íslands í keppni frá því að Ísland vann Lúxemborg 56-51 í úrslitaleik Smáþjóðaleikanna í Smáranum 6. júní 1997. Þessi sögulegi leikur við Noreg á morgun fer fram í Keflavík og hefst klukkan 14.00. Íslenska kvennalandsliðið hefur aðeins spilað 17 landsleiki af 107 á heimavelli og af þeim hafa níu unnist. Íslensku stelpurnar töpuðu fimm fyrstu heimaleikjum sínum en hafa síðan unnið 9 af síðustu 12 þegar þær hafa spilað á heimavígstöðum. Ísland hefur unnið alla þrjá heimaleiki sína við Noreg en þeir voru allir æfingaleikir í maí 2003 þegar íslenska liðið var að undirbúa sig fyrir komandi Smáþjóðaleika á Möltu. Ísland vann með 16 stigum í Keflavík (67-51), einu stigi í DHL-Höllinni (78-77) og loks með 3 stigum á Ásvöllum (55-52). Leikurinn á morgun verður ennfremur sá fimmti sem kvennalandsliðið spilar í Keflavík og eini sigurinn til þessa kom einmitt gegn Noregi 23. maí 2003 en Ísland vann þann leik 67-51. Aðeins þrír leikmenn íslenska liðsins í dag spiluðu Í þessum sigurleik ggen Noregi í Keflavík. Birna Valgarðsdóttir sem skoraði 17 stig í leiknum, Hildur Sigurðardóttir var með 9 stig og Signý Hermannsdóttir skoraði 4 stig. Í norska liðinu eru hinsvegar sex leikmenn sem léku leikinn fyrir þremur árum, Kjersti Brekke (3 stig), Guro Nyquist (0), Siri Andersen (3), Kristina Tattersdill (11), Ingvild Knudsen (6) og Kristine Kristiansen (4) en stigaskor þeirra í leiknum er innan sviga. Heimaleikir kvennalandsliðsins frá upphafi: 3.4.1988 (Keflavík) Ísland-Wales 39-64 4.4.1988 (Hagaskóli) Ísland-Lúxemborg 34-74 27.12.1995 (Keflavík) Ísland-Eistland 64-91 28.12.1995 (Seljaskóli) Ísland-Eistland 48-81 29.12.1995 (Akranes) Ísland-Eistland 58-60 4.6.1997 (Smárinn*) Ísland-Malta 73-42 5.6.1997 (Smárinn*) Ísland-Kýpur 70-52 6.6.1997 (Smárinn*) Ísland-Lúxemborg 56-51 23.5.2003 (Keflavík) Ísland-Noregur 67-51 24.5.2003 (DHL-Höllin) Ísland-Noregur 78-77 25.5.2003 (Ásvellir) Ísland-Noregur 55-52 28.5.2004 (Keflavík) Ísland-England 77-101 29.5.2004 (Grindavík) Ísland-England 85-76 30.5.2004 (Ásvellir) Ísland-England 53-58 20.5.2005 (DHL-Höllin) Ísland-England 71-63 21.5.2005 (Smárinn) Ísland-England 78-59 22.5.2005 (Njarðvík) Ísland-England 63-77 * Leikur í keppni (Smáþjóðaleikarnir 1997) Flestir leikir spilaðir á heimavelli: Birna Valgarðsdóttir 13 Helga Þorvaldsdóttir 10 Erla Þorsteinsdóttir 9 Signý Hermannsdóttir 8 Erla Reynisdóttir 8 Alda Leif Jónsdóttir 8 Rannveig Randversdóttir 8 Hildur Sigurðardóttir 8 Flest stig skoruð á heimavelli: Birna Valgarðsdóttir 118 Anna María Sveinsdóttir 95 Erla Þorsteinsdóttir 92 Hildur Sigurðardóttir 77 Signý Hermannsdóttir 63 Helga Þorvaldsdóttir 58 Linda Stefánsdóttir 57 Erla Reynisdóttir 48 Alda Leif Jónsdóttir 46 Guðbjörg Norðfjörð 46 Helena Sverrisdóttir 41 Flest stig skoruð að meðaltali á heimavelli: Helena Sverrisdóttir 20,5 (2 leikir/41 stig) Anna María Sveinsdóttir 15,8 (6/95) Erla Þorsteinsdóttir 10,2 (9/92) Hildur Sigurðardóttir 9,6 (8/77) Linda Stefánsdóttir 9,5 (6/57) Birna Valgarðsdóttir 9,1 (13/118)