14 sep. 2006Íslendingar sigruðu Lúxemburg í 98-76 Keflavík í kvöld. Strákarnir hófu leikinn af miklum krafti og var staðan 25-12 fyrir Ísland eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhluta héldu Íslendingar svo áfram að auka við forystuna og var staðan í hálfleik 50-31 fyrir Ísland. Í seinni hálfleik hélst munurinn nokkurn veginn sá sami og sigurinn var aldrei í hættu þrátt fyrir að Lúxemburg kæmi með smá áhlaup í lok þriðja leikhluta. Alvin Jones, þekktasti leikmaður Lúxemburg, var rekinn af leikvelli í seinni hálfleik fyrir að gefa Helga Magnússyni ljótt olnbogaskot. Brenton Birmingham var stigahæstur með 24 stig og Logi Gunnarson skoraði 23 stig. Það var nokkuð ljóst að Íslendingar voru með sterkara lið í þessum leik. Jón Arnór Stefánsson byrjaði leikinn vel en sneri sig illa á ökkla í fyrsta leikhluta og lék ekki eftir það. Hann mun fara í myndatöku á morgun og verður þá hægt að meta framhaldið.
Góður sigur á Lúxemburg
14 sep. 2006Íslendingar sigruðu Lúxemburg í 98-76 Keflavík í kvöld. Strákarnir hófu leikinn af miklum krafti og var staðan 25-12 fyrir Ísland eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhluta héldu Íslendingar svo áfram að auka við forystuna og var staðan í hálfleik 50-31 fyrir Ísland. Í seinni hálfleik hélst munurinn nokkurn veginn sá sami og sigurinn var aldrei í hættu þrátt fyrir að Lúxemburg kæmi með smá áhlaup í lok þriðja leikhluta. Alvin Jones, þekktasti leikmaður Lúxemburg, var rekinn af leikvelli í seinni hálfleik fyrir að gefa Helga Magnússyni ljótt olnbogaskot. Brenton Birmingham var stigahæstur með 24 stig og Logi Gunnarson skoraði 23 stig. Það var nokkuð ljóst að Íslendingar voru með sterkara lið í þessum leik. Jón Arnór Stefánsson byrjaði leikinn vel en sneri sig illa á ökkla í fyrsta leikhluta og lék ekki eftir það. Hann mun fara í myndatöku á morgun og verður þá hægt að meta framhaldið.