7 sep. 2006Íslendingar töpuðu gegn Finnum í gærkvöldi í b-deild Evrópukeppninnar í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Laugardalshöll og var mjög spennandi og skemmtilegur. Það var góð stemning í Höllinni en því miður dugði það ekki gegn sterku liði Finna. Íslendingar byrjuðu leikinn feiknavel og virtust ætla að stinga af í byrjun. Páll Axel Vilbergson hitti vel fyrir utan og vörn íslenska liðsins spilaði vel. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 31-21 fyrir Ísland. Í öðrum leikhluta tóku Finnarnir aðeins við sér og bættu leik sinn en íslenska liðið náði þó að halda forskotinu og var Ísland með 11 stiga forystu í hálfleik. Finnarnir komu svo mjög sterkir til leiks í þriðja leikhluta og náðu fljótlega að vinna upp forskot íslenska liðsins. Það virtist allt fara ofaní hjá Finnum á meðan við vorum í miklum vandræðum með að skora. Finnarnir unnu leikhlutann með 25 stigum gegn 10. Fjórði leikhluti var svo æsispennandi þar sem að íslenska liðið reyndi að endurheimta forystuna. Finnarnir náðu þó að halda fengnum hlut þrátt fyrir góða baráttu íslenska liðsins. Lokatölur voru því 86-93 fyrir Finnlandi. Tölfræði leiksins má finna [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_f43ulKJBGLcVnbH-aqLVu2.pageID_khcZ9zVjI0g7MLWnTrb7z2.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.gameID_4950-C-3-2.html[v-]hér[slod-].
Tap gegn Finnum í hörkuleik
7 sep. 2006Íslendingar töpuðu gegn Finnum í gærkvöldi í b-deild Evrópukeppninnar í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Laugardalshöll og var mjög spennandi og skemmtilegur. Það var góð stemning í Höllinni en því miður dugði það ekki gegn sterku liði Finna. Íslendingar byrjuðu leikinn feiknavel og virtust ætla að stinga af í byrjun. Páll Axel Vilbergson hitti vel fyrir utan og vörn íslenska liðsins spilaði vel. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 31-21 fyrir Ísland. Í öðrum leikhluta tóku Finnarnir aðeins við sér og bættu leik sinn en íslenska liðið náði þó að halda forskotinu og var Ísland með 11 stiga forystu í hálfleik. Finnarnir komu svo mjög sterkir til leiks í þriðja leikhluta og náðu fljótlega að vinna upp forskot íslenska liðsins. Það virtist allt fara ofaní hjá Finnum á meðan við vorum í miklum vandræðum með að skora. Finnarnir unnu leikhlutann með 25 stigum gegn 10. Fjórði leikhluti var svo æsispennandi þar sem að íslenska liðið reyndi að endurheimta forystuna. Finnarnir náðu þó að halda fengnum hlut þrátt fyrir góða baráttu íslenska liðsins. Lokatölur voru því 86-93 fyrir Finnlandi. Tölfræði leiksins má finna [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_f43ulKJBGLcVnbH-aqLVu2.pageID_khcZ9zVjI0g7MLWnTrb7z2.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.gameID_4950-C-3-2.html[v-]hér[slod-].