7 sep. 2006Guðjón Skúlason hefur valið þá tólf leikmenn sem spila um helgina sögulegan landsleik, nefnilega fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi í Evrópukeppni. Íslenska liðið er á leiðinni til Rotterdam í Hollandi þar sem spilað verður við Holland á laugardaginn klukkan 19.30 að íslenskum tíma. Hollenska liðið ætlar sér stóra hluti í keppninni og spilaði meðal annars 11 æfingaleiki á síðustu þremur vikum. Íslensku kvennalandsliðin hafa tekið þátt í Evrópukeppni 16 og 18 ára liða undanfarin þrjú ár en þetta er í fyrsta sinn sem a-landsliðið reynir sig í evrópukeppninni. Ísland hefur spilað tvo landsleiki við Holland frá upphafi, unnið einn og tapað einum. Birna Valgarðsdóttir og Hildur Sigurðardóttir spiluðu báðar þessa leiki og Signý Hermannsdóttir annan þeirra. Aðrar í liðinu eru að spila við Holland í fyrsta sinn. Þrír leikmenn Margrét Kara Sturludóttir úr Keflavík, Jovana Lilja Stefánsdóttir úr Grindavík og Pálína Gunnlaugsdóttir úr Haukum munu spila sinn fyrsta landsleik í Hollandi en auk þeirra mun Kristrún Sigurjónsdóttir úr Haukum spila sinn fyrsta "alvöru" landsleik á laugardaginn, það er leik í keppni. Signý Hermannsdóttir úr ÍS verður áfram fyrirliði íslenska landsliðsins en hún gengdi því hlutverki einnig í fyrra. Varafyrirliði liðsins verður síðan Helena Sverrisdóttir úr Haukum. Báðar tóku þær við stórum titlum fyrir hönd félaga sinna í fyrra, Helena tók við Íslandsbikarnum en Signý við bikarmeistarabikarnum. Lið Íslands í Hollandi: #4 - Signý Hermannsdóttir, ÍS (38 leikir, 327 stig) #5 - Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík (Nýliði) #6 - Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (7 leikir, 12 stig) #7 - Þórunn Bjarnadóttir, ÍS (11 leikur, 14 stig) #8 - Helga Jónasdóttir, ÍS (16 leikir, 31 stig) #9 - Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík (Nýliði) #10 - Hildur Sigurðardóttir, Grindavík (46 leikir, 252 stig) #11 - Birna Valgarðsdóttir, Keflavík (65 leikir, 561 stig) #12 - Pálína Gunnlaugsdóttir, Haukum (Nýliði) #13 - Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum (2 leikir, 0 stig) #14 - Helena Sverrisdóttir, Haukum (15 leikir, 194 stig) #15 - María Ben Erlingsdóttir, Keflavík (13 leikir, 33 stig) Fyrirliði: Signý Hermannsdóttir Varafyrirliði: Helena Sverrisdóttir
Guðjón hefur valið stelpurnar sem fara til Hollands
7 sep. 2006Guðjón Skúlason hefur valið þá tólf leikmenn sem spila um helgina sögulegan landsleik, nefnilega fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi í Evrópukeppni. Íslenska liðið er á leiðinni til Rotterdam í Hollandi þar sem spilað verður við Holland á laugardaginn klukkan 19.30 að íslenskum tíma. Hollenska liðið ætlar sér stóra hluti í keppninni og spilaði meðal annars 11 æfingaleiki á síðustu þremur vikum. Íslensku kvennalandsliðin hafa tekið þátt í Evrópukeppni 16 og 18 ára liða undanfarin þrjú ár en þetta er í fyrsta sinn sem a-landsliðið reynir sig í evrópukeppninni. Ísland hefur spilað tvo landsleiki við Holland frá upphafi, unnið einn og tapað einum. Birna Valgarðsdóttir og Hildur Sigurðardóttir spiluðu báðar þessa leiki og Signý Hermannsdóttir annan þeirra. Aðrar í liðinu eru að spila við Holland í fyrsta sinn. Þrír leikmenn Margrét Kara Sturludóttir úr Keflavík, Jovana Lilja Stefánsdóttir úr Grindavík og Pálína Gunnlaugsdóttir úr Haukum munu spila sinn fyrsta landsleik í Hollandi en auk þeirra mun Kristrún Sigurjónsdóttir úr Haukum spila sinn fyrsta "alvöru" landsleik á laugardaginn, það er leik í keppni. Signý Hermannsdóttir úr ÍS verður áfram fyrirliði íslenska landsliðsins en hún gengdi því hlutverki einnig í fyrra. Varafyrirliði liðsins verður síðan Helena Sverrisdóttir úr Haukum. Báðar tóku þær við stórum titlum fyrir hönd félaga sinna í fyrra, Helena tók við Íslandsbikarnum en Signý við bikarmeistarabikarnum. Lið Íslands í Hollandi: #4 - Signý Hermannsdóttir, ÍS (38 leikir, 327 stig) #5 - Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík (Nýliði) #6 - Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (7 leikir, 12 stig) #7 - Þórunn Bjarnadóttir, ÍS (11 leikur, 14 stig) #8 - Helga Jónasdóttir, ÍS (16 leikir, 31 stig) #9 - Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík (Nýliði) #10 - Hildur Sigurðardóttir, Grindavík (46 leikir, 252 stig) #11 - Birna Valgarðsdóttir, Keflavík (65 leikir, 561 stig) #12 - Pálína Gunnlaugsdóttir, Haukum (Nýliði) #13 - Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum (2 leikir, 0 stig) #14 - Helena Sverrisdóttir, Haukum (15 leikir, 194 stig) #15 - María Ben Erlingsdóttir, Keflavík (13 leikir, 33 stig) Fyrirliði: Signý Hermannsdóttir Varafyrirliði: Helena Sverrisdóttir