6 sep. 2006Kristinn Óskarsson FIBA dómari dæmir í kvöld leik Dana og Letta í A-deild Evrópukeppninnar, en leikurinn fer fram í Árósum kl. 19:00 að staðartíma. Danir hófu leik 31. ágúst sl., en þá töpuðu þeir fyrir Eistum. Síðasta laugardag lágu þeir svo fyrir Króötum í leik sem Sigmundur M. Herbertsson dæmdi. Í kvöld er svo komið að Kristni, en hann dæmir leikinn ásamt Fabien Conderanne frá Frakklandi og Haydn Joens frá Wales. Eftirlitsmaður í kvöld er Michael Howell frá Englandi.
Kristinn Óskarsson dæmir í A-deild
6 sep. 2006Kristinn Óskarsson FIBA dómari dæmir í kvöld leik Dana og Letta í A-deild Evrópukeppninnar, en leikurinn fer fram í Árósum kl. 19:00 að staðartíma. Danir hófu leik 31. ágúst sl., en þá töpuðu þeir fyrir Eistum. Síðasta laugardag lágu þeir svo fyrir Króötum í leik sem Sigmundur M. Herbertsson dæmdi. Í kvöld er svo komið að Kristni, en hann dæmir leikinn ásamt Fabien Conderanne frá Frakklandi og Haydn Joens frá Wales. Eftirlitsmaður í kvöld er Michael Howell frá Englandi.