6 sep. 2006Ísland mætir Finnlandi í fyrsta leik sínum í b-deild Evrópukeppni landsliða í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.30 en á næstu dögum munu íslensku strákarnir ferðast til bæði Georgíu og Austurríkis og leika alls 4 leiki á aðeins tíu dögum. Finnar eru fyrstir og leikurinn er gríðarlega mikilvægur enda um heimaleik að ræða gegn einni af sterkustu þjóð riðilsins. Íslenska landsliðið má alveg bæta sinn árangur gegn Finnum og strákarnir eru staðráðnir í að gera það í kvöld. Finnar sátu eftir í sínum riðli í síðustu Evrópukeppni, urðu í 3. sæti á eftir Makedóníu og Georgíu. Finnar komust í úrslitakeppni Evrópumótsins árið 1995 en hafa ekki náð svo langt síðan þá. Finnar hafa líka endaði fjórum sinnum í röð í 2. sæti á Norðurlandamótinu á eftir Svíum. Ísland hefur aðeins unnið þrjá leiki (af 28) gegn Finnum. Fyrsti sigurinn kom í tvíframlengdum vináttuleik í Keflavík árið 1981 þegar Jón Sigurðsson skoraði sigurkörfuna frá miðju vallarins en Ísland vann líka Finna á Norðurlandamótunum 1998 og 2002. Tveir leikmenn íslenska liðsins í dag tóku þátt í báðum þessum sigrum en það eru Friðrik Stefánsson og Fannar Ólafsson. Lykilmenn Finna eru … Hanno Möttola - Þekktasti leikmaður Finna sem leikið hefur í NBA og spilað með nokkrum af helstu liðum Evrópu. Gríðarlega fjölhæfur framherji sem erfitt er að eiga við. Okkar strákar verða vera duglegir að sækja á hann því vörnin er ekki hans styrkur. Teemu Rannikko - Önnur stórstjarna í liði Finna. Er öflugur í bæði vörn og sókn. Leikur með stórliði Olimpija Ljubijana í Slóveníu. Það verður verðust verkefni fyrir bakverðina okkar að kljást við þennan strák. Tuukka Kotti - Athyglisverður leikmaður sem era ð koma upp í liði Finna. Átti flottan háskólaferil með Providence háskólanum, lék á Ítalíu síðasta vetur og er búinn að semja þar aftur. Mjög svo fjölhæfur leikmaður sem þarf að hafa góðar gætur á.
Ísland hefur aðeins unnið þrjá leiki frá upphafi gegn Finnum
6 sep. 2006Ísland mætir Finnlandi í fyrsta leik sínum í b-deild Evrópukeppni landsliða í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.30 en á næstu dögum munu íslensku strákarnir ferðast til bæði Georgíu og Austurríkis og leika alls 4 leiki á aðeins tíu dögum. Finnar eru fyrstir og leikurinn er gríðarlega mikilvægur enda um heimaleik að ræða gegn einni af sterkustu þjóð riðilsins. Íslenska landsliðið má alveg bæta sinn árangur gegn Finnum og strákarnir eru staðráðnir í að gera það í kvöld. Finnar sátu eftir í sínum riðli í síðustu Evrópukeppni, urðu í 3. sæti á eftir Makedóníu og Georgíu. Finnar komust í úrslitakeppni Evrópumótsins árið 1995 en hafa ekki náð svo langt síðan þá. Finnar hafa líka endaði fjórum sinnum í röð í 2. sæti á Norðurlandamótinu á eftir Svíum. Ísland hefur aðeins unnið þrjá leiki (af 28) gegn Finnum. Fyrsti sigurinn kom í tvíframlengdum vináttuleik í Keflavík árið 1981 þegar Jón Sigurðsson skoraði sigurkörfuna frá miðju vallarins en Ísland vann líka Finna á Norðurlandamótunum 1998 og 2002. Tveir leikmenn íslenska liðsins í dag tóku þátt í báðum þessum sigrum en það eru Friðrik Stefánsson og Fannar Ólafsson. Lykilmenn Finna eru … Hanno Möttola - Þekktasti leikmaður Finna sem leikið hefur í NBA og spilað með nokkrum af helstu liðum Evrópu. Gríðarlega fjölhæfur framherji sem erfitt er að eiga við. Okkar strákar verða vera duglegir að sækja á hann því vörnin er ekki hans styrkur. Teemu Rannikko - Önnur stórstjarna í liði Finna. Er öflugur í bæði vörn og sókn. Leikur með stórliði Olimpija Ljubijana í Slóveníu. Það verður verðust verkefni fyrir bakverðina okkar að kljást við þennan strák. Tuukka Kotti - Athyglisverður leikmaður sem era ð koma upp í liði Finna. Átti flottan háskólaferil með Providence háskólanum, lék á Ítalíu síðasta vetur og er búinn að semja þar aftur. Mjög svo fjölhæfur leikmaður sem þarf að hafa góðar gætur á.