6 sep. 2006Brenton Birmingham spilaði sína fyrstu landsleiki í fjögur ár þegar hann fór með íslenska landsliðinu í æfingaferð til Hollandi og Írlands á dögunum. Brenton byrjaði vel í fyrsta leik en hann var stigahæstur í naumu tapi gegn heimamönnum. Brenton var með 20 stig á aðeins 25 mínútum og hitti úr 6 af 10 skotum sínum. Brenton hefur nú alls leikið 7 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skoraði í þeim 100 stig eða 14,3 stig að meðaltali. Fyrsti landsleikur Brentons fyrir Íslands hönd var í glæsilegum 15 stiga sigri á Finnum á Norðurlandamótinu í Osló árið 2002. Brenton átti stórleik í frumraun sinni í íslenska landsliðsbúningnum en hann var með 8 fráköst og 7 stoðsendingingar auk 27 stig og hitti þá úr 8 af 14 skotum sínum. Það er vonandi að Brenton finni sig áfram vel gegn Finnum í kvöld.
Brenton fann sig vel síðast gegn Finnum
6 sep. 2006Brenton Birmingham spilaði sína fyrstu landsleiki í fjögur ár þegar hann fór með íslenska landsliðinu í æfingaferð til Hollandi og Írlands á dögunum. Brenton byrjaði vel í fyrsta leik en hann var stigahæstur í naumu tapi gegn heimamönnum. Brenton var með 20 stig á aðeins 25 mínútum og hitti úr 6 af 10 skotum sínum. Brenton hefur nú alls leikið 7 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skoraði í þeim 100 stig eða 14,3 stig að meðaltali. Fyrsti landsleikur Brentons fyrir Íslands hönd var í glæsilegum 15 stiga sigri á Finnum á Norðurlandamótinu í Osló árið 2002. Brenton átti stórleik í frumraun sinni í íslenska landsliðsbúningnum en hann var með 8 fráköst og 7 stoðsendingingar auk 27 stig og hitti þá úr 8 af 14 skotum sínum. Það er vonandi að Brenton finni sig áfram vel gegn Finnum í kvöld.