5 sep. 2006Það er mikið um að vera í íslenskum körfubolta í haust enda hefur þáttaka Íslands í alþjóðlegum mótum færst mikið í aukana. Það verður þannig metfjöldi alþjóðlegra leikja hér á landi á komandi tímabili og því mikið í boði fyrir íslenskt körfuboltaáhugafólk. Fyrsti heimaleikurinn af þessum þrettán sem verða í boði á þessu tímabili er í Laugardalshöllinni klukkan 20.30 á miðvikudagskvöldið. Fyrst er að telja til landsliðin en Ísland sendir bæði karla og kvennalið sín til leiks í Evrópukeppnina í fyrsta sinn. Þá munu þrjú íslensk félagslið taka þátt í Evrópukeppninni í vetur. Þetta eru karlalið Keflavíkur og Njarðvíkur og svo kvennalið Hauka sem tekur þátt í Evrópukeppninni annað árið í röð. Karlalið Keflavíkur er í Evrópukeppninni fjórða árið í röð en Njarðvíkingar taka þátt í henni í fyrsta sinn í fimmtán ár. Þetta allt saman þýðir að íslensku liðin munu halda 13 heimaleiki í haust, fyrst fjóra leiki hjá landsliðunum tveimur og svo munu Keflavík, Njarðvík og Haukar öll spila að minnsta kosti þrjá leiki hvert í nóvember og desember. Komist eitthvert þeirra upp úr sínum riðli gætu fleiri leikir bæst við en Keflavík hefur komust upp úr sínum riðli síðustu þrjú tímabil. Hægt er að kaupa miða á Ísland-Finnland [v+]http://www.midi.is/default.aspx?pageID=10&eventID=4514&uID=49[v-]hérna.[slod-]
Þrettán alþjóðlegir leikir á Íslandi fyrir jól
5 sep. 2006Það er mikið um að vera í íslenskum körfubolta í haust enda hefur þáttaka Íslands í alþjóðlegum mótum færst mikið í aukana. Það verður þannig metfjöldi alþjóðlegra leikja hér á landi á komandi tímabili og því mikið í boði fyrir íslenskt körfuboltaáhugafólk. Fyrsti heimaleikurinn af þessum þrettán sem verða í boði á þessu tímabili er í Laugardalshöllinni klukkan 20.30 á miðvikudagskvöldið. Fyrst er að telja til landsliðin en Ísland sendir bæði karla og kvennalið sín til leiks í Evrópukeppnina í fyrsta sinn. Þá munu þrjú íslensk félagslið taka þátt í Evrópukeppninni í vetur. Þetta eru karlalið Keflavíkur og Njarðvíkur og svo kvennalið Hauka sem tekur þátt í Evrópukeppninni annað árið í röð. Karlalið Keflavíkur er í Evrópukeppninni fjórða árið í röð en Njarðvíkingar taka þátt í henni í fyrsta sinn í fimmtán ár. Þetta allt saman þýðir að íslensku liðin munu halda 13 heimaleiki í haust, fyrst fjóra leiki hjá landsliðunum tveimur og svo munu Keflavík, Njarðvík og Haukar öll spila að minnsta kosti þrjá leiki hvert í nóvember og desember. Komist eitthvert þeirra upp úr sínum riðli gætu fleiri leikir bæst við en Keflavík hefur komust upp úr sínum riðli síðustu þrjú tímabil. Hægt er að kaupa miða á Ísland-Finnland [v+]http://www.midi.is/default.aspx?pageID=10&eventID=4514&uID=49[v-]hérna.[slod-]