3 sep. 2006Spánverjar urðu í dag heimsmeistarar í körfuknattleik. Þeir sigruðu Grikki í úrslitaleiknum 70-47. Spánverjar sýndu frábæra liðsheild á mótinu, þeir léku einstaklega vel á bæði í sókn og vörn allt mótið og fóru í gegnum keppnina án þess að tapa leik. Grikkir voru taldi sigurstranglegri í leiknum í dag en þeir höfðu lagt Bandaríkjamenn í undanúrslitum á mjög sannfærandi hátt. Þar léku allir leikmenn Grikkja mjög vel. Spánverjar urðu hins vegar að leika án síns besta leikmanns, Pau Gasol, því að hann braut ristarbein í undanúrslitaleiknum við Argentínu. Þegar leikurinn hófst voru það þó Spánverjar sem að voru sterkari aðilinn. Þeir léku ótrúlega góðan varnarleik og röðuðu svo niður þriggja stiga körfum. Spánverjar náðu 20 stiga forystu í fyrri hálfleik og héldu svo uppteknum hætti það sem eftir var leiks. Juan Carlos Navarro og Jorge Garbajosa voru stigahæstir Spánverja með 20 stig hvor. Tölfræði leiksins má finna [v+]http://www.fiba.com/pages/eng/fe/06_wcm/scheResu/fe_scheStat_boxScor.asp?roundID=5154&groupName=80&gameName=A&eventID=3507&lid_6591_openNodeIDs=&langID=1&lid_6597_cp=&playerNumber=&teamNumber=&zone=[v-]hérna[slod-].
Spánverjar heimsmeistarar í körfuknattleik
3 sep. 2006Spánverjar urðu í dag heimsmeistarar í körfuknattleik. Þeir sigruðu Grikki í úrslitaleiknum 70-47. Spánverjar sýndu frábæra liðsheild á mótinu, þeir léku einstaklega vel á bæði í sókn og vörn allt mótið og fóru í gegnum keppnina án þess að tapa leik. Grikkir voru taldi sigurstranglegri í leiknum í dag en þeir höfðu lagt Bandaríkjamenn í undanúrslitum á mjög sannfærandi hátt. Þar léku allir leikmenn Grikkja mjög vel. Spánverjar urðu hins vegar að leika án síns besta leikmanns, Pau Gasol, því að hann braut ristarbein í undanúrslitaleiknum við Argentínu. Þegar leikurinn hófst voru það þó Spánverjar sem að voru sterkari aðilinn. Þeir léku ótrúlega góðan varnarleik og röðuðu svo niður þriggja stiga körfum. Spánverjar náðu 20 stiga forystu í fyrri hálfleik og héldu svo uppteknum hætti það sem eftir var leiks. Juan Carlos Navarro og Jorge Garbajosa voru stigahæstir Spánverja með 20 stig hvor. Tölfræði leiksins má finna [v+]http://www.fiba.com/pages/eng/fe/06_wcm/scheResu/fe_scheStat_boxScor.asp?roundID=5154&groupName=80&gameName=A&eventID=3507&lid_6591_openNodeIDs=&langID=1&lid_6597_cp=&playerNumber=&teamNumber=&zone=[v-]hérna[slod-].