1 sep. 2006Grikkir og Spánverjar komust í úrslit heimsmeistaramótsins í körfubolta. Undanúrslitaleikirnir voru leiknir í morgun og voru þeir sýndir í beinni útsendingu á rúv. Báðir leikirnir voru gríðarlega spennandi og skemmtilegir enda mikið mikið í húfi. Leikur Grikkja og Bandaríkjanna var góð skemmtun þar sem að mikið var um tilþrif. Bandaríkjamenn byrjuðu betur og náðu 12 stiga forystu í fyrri hálfleik. Þá héldu flestir að þetta yrði formsatriði fyrir Bandaríkjamennina. Grikkirnir gáfust þó ekki upp heldur spýttu í lófa og náðu að vinna sig aftur inní leikinn með gífurlega góðri hittni í öðrum leikhluta. Þeir héldu þessari góðu hittni svo áfram í þriðja leikhluta og komust 14 stigum yfir á tímabili. Bandaríkjamenn reyndu að vinna upp forskotið og náðu að minnka muninn í 4 stig á lokamínútunum. En lið Grikkjanna reyndist þeim ofjarl og náðu þeir að sigra 101-95. Spánverjar og Argentínumenn mættust í hinum leiknum og var sá leikur einnig frábær skemmtun. Argentínumenn byrjuðu vel og náðu góðu forskoti en Spánverjarnir náðu fljótlega að vinna sig aftur inn í leikinn. Leikurinn var svo nokkuð jafn en Spánverjar þó oftast með forystuna. Þeir náðu að auka forskot sitt í 12 stig í seinni hálfleik en Argentínumönnum tókst að jafna og var staðan 74-74 þegar 19 sekúndur voru eftir. Argentínumenn brutu þá á Jose Manuel Calderon og hitti hann úr öðru vítaskotinu sínu. Í lokasókninni keyrði Manu Ginobili að körfunni og sendi á Andres Nocioni sem fékk opið þriggja stiga skot í horninu. Skotið fór þó ekki ofan í körfuna og eru Spánverjar því komnir í úrslitaleikinn. Það er ljóst að körfuboltaáhugamenn voru hæstánægðir að geta fylgst með þessum leikjum í sjónvarpinu. Á sunnudaginn verður úrslitaleikur Spánverja og Grikkja og mun Ríkissjónvarpið einnig sýna hann í beinni útsendingu. KKÍ vill þakka þeim fyrir það frábæra framtak.
Spánn og Grikkland mætast í úrslitum HM
1 sep. 2006Grikkir og Spánverjar komust í úrslit heimsmeistaramótsins í körfubolta. Undanúrslitaleikirnir voru leiknir í morgun og voru þeir sýndir í beinni útsendingu á rúv. Báðir leikirnir voru gríðarlega spennandi og skemmtilegir enda mikið mikið í húfi. Leikur Grikkja og Bandaríkjanna var góð skemmtun þar sem að mikið var um tilþrif. Bandaríkjamenn byrjuðu betur og náðu 12 stiga forystu í fyrri hálfleik. Þá héldu flestir að þetta yrði formsatriði fyrir Bandaríkjamennina. Grikkirnir gáfust þó ekki upp heldur spýttu í lófa og náðu að vinna sig aftur inní leikinn með gífurlega góðri hittni í öðrum leikhluta. Þeir héldu þessari góðu hittni svo áfram í þriðja leikhluta og komust 14 stigum yfir á tímabili. Bandaríkjamenn reyndu að vinna upp forskotið og náðu að minnka muninn í 4 stig á lokamínútunum. En lið Grikkjanna reyndist þeim ofjarl og náðu þeir að sigra 101-95. Spánverjar og Argentínumenn mættust í hinum leiknum og var sá leikur einnig frábær skemmtun. Argentínumenn byrjuðu vel og náðu góðu forskoti en Spánverjarnir náðu fljótlega að vinna sig aftur inn í leikinn. Leikurinn var svo nokkuð jafn en Spánverjar þó oftast með forystuna. Þeir náðu að auka forskot sitt í 12 stig í seinni hálfleik en Argentínumönnum tókst að jafna og var staðan 74-74 þegar 19 sekúndur voru eftir. Argentínumenn brutu þá á Jose Manuel Calderon og hitti hann úr öðru vítaskotinu sínu. Í lokasókninni keyrði Manu Ginobili að körfunni og sendi á Andres Nocioni sem fékk opið þriggja stiga skot í horninu. Skotið fór þó ekki ofan í körfuna og eru Spánverjar því komnir í úrslitaleikinn. Það er ljóst að körfuboltaáhugamenn voru hæstánægðir að geta fylgst með þessum leikjum í sjónvarpinu. Á sunnudaginn verður úrslitaleikur Spánverja og Grikkja og mun Ríkissjónvarpið einnig sýna hann í beinni útsendingu. KKÍ vill þakka þeim fyrir það frábæra framtak.