1 sep. 2006Finnska körfuknattleikslandsliðið mun lenda hér á landi á mánudaginn næstkomandi. Eins og fram hefur komið munu þeir leika gegn Íslendingum á miðvikudaginn í B-deild Evrópukeppni landsliða. Leikurinn verður í Laugardalshöll og hefst kl. 20:30. Hægt er að kaupa miða [v+]http://www.midi.is/default.aspx?pageID=10&eventID=4514&uID=49[v-]hér[slod-]. Finnarnir taka þennan leik mjög alvarlega og hafa því ákveðið að mæta tveimur dögum fyrir leik. Þeir munu ná að æfa þrisvar sinnum á Íslandi áður en leikurinn hefst. Finnarnir eru með mjög sterkt lið og voru af mörgum taldir sterkasta liðið á Norðurlandamótinu í haust. Ljóst er að leikurinn á miðvikudaginn getur orðið mjög spennandi því að Íslendingar töpuðu með aðeins 8 stiga mun þegar liðin léku síðast í Finnlandi. Núna erum við með okkar sterkasta lið og hafa strákarnir náð að æfa vel fyrir komandi leiki. Það er gríðarlega mikilvægt að Íslenska liðið fái góðan stuðning í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn og viljum við því hvetja alla til að mæta og styðja strákana.
Finnarnir lenda á mánudaginn
1 sep. 2006Finnska körfuknattleikslandsliðið mun lenda hér á landi á mánudaginn næstkomandi. Eins og fram hefur komið munu þeir leika gegn Íslendingum á miðvikudaginn í B-deild Evrópukeppni landsliða. Leikurinn verður í Laugardalshöll og hefst kl. 20:30. Hægt er að kaupa miða [v+]http://www.midi.is/default.aspx?pageID=10&eventID=4514&uID=49[v-]hér[slod-]. Finnarnir taka þennan leik mjög alvarlega og hafa því ákveðið að mæta tveimur dögum fyrir leik. Þeir munu ná að æfa þrisvar sinnum á Íslandi áður en leikurinn hefst. Finnarnir eru með mjög sterkt lið og voru af mörgum taldir sterkasta liðið á Norðurlandamótinu í haust. Ljóst er að leikurinn á miðvikudaginn getur orðið mjög spennandi því að Íslendingar töpuðu með aðeins 8 stiga mun þegar liðin léku síðast í Finnlandi. Núna erum við með okkar sterkasta lið og hafa strákarnir náð að æfa vel fyrir komandi leiki. Það er gríðarlega mikilvægt að Íslenska liðið fái góðan stuðning í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn og viljum við því hvetja alla til að mæta og styðja strákana.