30 ágú. 2006Grikkir og Bandaríkjamenn komust í dag í fjögurra liða úrslit heimsmeistaramótsins í körfuknattleik. Grikkir unnu sannfærandi sigur á Frökkum 73-56 og Bandaríkjamenn sigruðu Þjóðverja með 20 stiga mun. Grikkirnir sýndu góða liðsheild í leiknum og skoruðu 5 leikmenn 10 stig eða meira. Frakkarnir voru hins vegar í vandræðum í sókninni en aðeins einn leikmaður þeirra skoraði meira en 10 stig. Bandaríkjamenn sigruðu Þjóðverja með 85-65. Carmelo Anthony var stigahæstur Bandaríkjamanna með 19 stig. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik, en í þriðja leikhluta tóku Bandaríkjamenn við sér og náðu góðu forskoti. Á morgun verður leikið um 5-8 sæti en þar mætast Litháen og Tyrkland annars vegar og Frakkland og Þýskaland hins vegar. Undanúrslitin verða svo á föstudaginn en þar mæta Spánverjar Argentínumönnum og Grikkir mæta Bandaríkjamönnum.
Bandaríkin og Grikkland áfram á HM
30 ágú. 2006Grikkir og Bandaríkjamenn komust í dag í fjögurra liða úrslit heimsmeistaramótsins í körfuknattleik. Grikkir unnu sannfærandi sigur á Frökkum 73-56 og Bandaríkjamenn sigruðu Þjóðverja með 20 stiga mun. Grikkirnir sýndu góða liðsheild í leiknum og skoruðu 5 leikmenn 10 stig eða meira. Frakkarnir voru hins vegar í vandræðum í sókninni en aðeins einn leikmaður þeirra skoraði meira en 10 stig. Bandaríkjamenn sigruðu Þjóðverja með 85-65. Carmelo Anthony var stigahæstur Bandaríkjamanna með 19 stig. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik, en í þriðja leikhluta tóku Bandaríkjamenn við sér og náðu góðu forskoti. Á morgun verður leikið um 5-8 sæti en þar mætast Litháen og Tyrkland annars vegar og Frakkland og Þýskaland hins vegar. Undanúrslitin verða svo á föstudaginn en þar mæta Spánverjar Argentínumönnum og Grikkir mæta Bandaríkjamönnum.