29 ágú. 2006Argentína og Spánn komust í dag áfram í fjögurra liða úrslit heimsmeistaramótsins í körfubolta. Bæði lið sigruðu sína leiki frekar auðveldlega og eru enn taplaus á mótinu. Argentínumenn léku gegn Tyrkjum og sigruðu 83-58. Þeir tóku forystu strax í fyrsta leikhluta og juku hana í öðrum og þriðja leikhluta. Andreas Nocioni skoraði 21 stig á aðeins 18 mínútum fyrir Argentínumenn. Spánverjar sigruðu Litháa 89-67 eftir að hafa náð góðri forystu eftir fyrsta leikhluta 28-11. Pau Gasol og Juan Carlos Navarro voru bestu menn Spánverja í leiknum. Á morgun leika Bandaríkjamenn við Þjóðverja og Grikkir mæta Frökkum.