28 ágú. 2006Átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í körfuknattleik hefjast á morgun með tveimur leikjum. Öll liðin fá hvíld í dag en á morgun leika Spánverjar við Litháa og Argentínumenn leika gegn Tyrkjum. Spánn - Litháen er mjög áhugaverður leikur, en bæði lið eru stórveldi í Evrópskum körfuknattleik. Litháar hafa staðið sig mjög vel á stórmótum í gegnum tíðina. Lið Spánverja hefur verið í stöðugri framför og hafa þeir verið eitt af bestu liðum mótsins hingað til. Leikur Argentínumanna og Tyrkja gæti einnig orðið spennandi. Argentínumenn eru Ólympíumeistarar og eru taplausir á heimsmeistaramótinu en Tyrkir hafa staðið sig frábærlega hingað til og komið mörgum á óvart með mikilli baráttu og góðri spilamennsku. Hægt er að sjá úrslit leikjanna og fréttir af mótinu [v+]http://www.fiba.com [v-]hér[slod-].