27 ágú. 2006Íslenska landsliðið mætti Noregi í fyrri leik sínum hér í Írlandi og vann stórsigur gegn Norðmönnum 79-53. Leikurinn var eign íslenska liðsins frá upphafi til enda. Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari var sáttur eftir leikinn; "Strákarnir byrjuðu leikinn með látum héldu Norðmönnum í 5 stigum í fyrsta leikhluta. Eftir það var náttúrulega aldrei spurning um úrslit leiksins. Ég er þokkalega ánægður með leikinn en það eru enn hlutir sem við getum bætt á næstu viku fram að Evrópukeppninni". Staðan eftir fyrsta leikhluta var 30-5 fyrir Ísland og úrslitin ráðin. Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur með 28 stig Brenton Birmingham 14 stig. Hlynur Bæringsson 10 stig. Friðrik Erlendur Stefánsson 8 stig Logi Gunnarsson 8 stig. Næsti leikur liðins er gegn Írum á morgun mánudaginn 28. ágúst 2006 kl. 19.00 að íslenskum tíma
Stórsigur gegn Norðmönnum 79-53
27 ágú. 2006Íslenska landsliðið mætti Noregi í fyrri leik sínum hér í Írlandi og vann stórsigur gegn Norðmönnum 79-53. Leikurinn var eign íslenska liðsins frá upphafi til enda. Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari var sáttur eftir leikinn; "Strákarnir byrjuðu leikinn með látum héldu Norðmönnum í 5 stigum í fyrsta leikhluta. Eftir það var náttúrulega aldrei spurning um úrslit leiksins. Ég er þokkalega ánægður með leikinn en það eru enn hlutir sem við getum bætt á næstu viku fram að Evrópukeppninni". Staðan eftir fyrsta leikhluta var 30-5 fyrir Ísland og úrslitin ráðin. Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur með 28 stig Brenton Birmingham 14 stig. Hlynur Bæringsson 10 stig. Friðrik Erlendur Stefánsson 8 stig Logi Gunnarsson 8 stig. Næsti leikur liðins er gegn Írum á morgun mánudaginn 28. ágúst 2006 kl. 19.00 að íslenskum tíma