27 ágú. 2006Frakkar, Bandaríkjamenn, Grikkir og Þjóðverjar komust í átta liða úrslit í heimsmeistarakeppninni í körfuknattleik. Bandaríkjamenn unnu auðveldan sigur á Áströlum 113-73. Varnarleikur Bandaríkjanna var stórkostlegur í leiknum og skoruðu Ástralir ekki í 7 mínútur í öðrum leikhluta. Þjóðverjar unnu eins stigs sigur á Nígeríumönnum. Nígeríumenn voru nálægt því að skora á lokasekúndunum en Dirk Nowitzki náði að trufla skot þeirra og Þjóðverjar náðu frákastinu. Frakkar sigruðu Angóla 68-62. Frakkarnir náðu að hitta betur utan af velli en í síðustu leikjum. Þeir höfðu verið í vandræðum með hittnina en nú lagaðist hún aðeins ásamt því að þeir léku góðan varnarleik. Grikkir fóru svo frekar létt með Kínverja í lokaleik dagsins. Þeir sigruðu 95-64 og skoraði Theodoras Papaloukas 19 stig.
16 liða úrslitum lauk í dag
27 ágú. 2006Frakkar, Bandaríkjamenn, Grikkir og Þjóðverjar komust í átta liða úrslit í heimsmeistarakeppninni í körfuknattleik. Bandaríkjamenn unnu auðveldan sigur á Áströlum 113-73. Varnarleikur Bandaríkjanna var stórkostlegur í leiknum og skoruðu Ástralir ekki í 7 mínútur í öðrum leikhluta. Þjóðverjar unnu eins stigs sigur á Nígeríumönnum. Nígeríumenn voru nálægt því að skora á lokasekúndunum en Dirk Nowitzki náði að trufla skot þeirra og Þjóðverjar náðu frákastinu. Frakkar sigruðu Angóla 68-62. Frakkarnir náðu að hitta betur utan af velli en í síðustu leikjum. Þeir höfðu verið í vandræðum með hittnina en nú lagaðist hún aðeins ásamt því að þeir léku góðan varnarleik. Grikkir fóru svo frekar létt með Kínverja í lokaleik dagsins. Þeir sigruðu 95-64 og skoraði Theodoras Papaloukas 19 stig.