25 ágú. 2006Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og vann lið Belgíu 92-88, en Belgía er A-þjóð í körfuknattleik. Logi Gunnarsson var stigahæstur með 27 stig og Magnús Þór Gunnarsson skoraði 26 stig. Vítanýting þeirra tveggja var frábær en Logi skoraði úr 10 af ellefu vítum og Magnús Þór nýtti öll 9 vítaskotin sín. Belgar unnu fyrsta leikhluta 10-17 en sóknin gekk ekki nógu vel hjá íslenska liðinu í upphafi leiks. Vörnin stóð þó fyrir sínu með Egil Jónasson sem besta mann. Þjálfarinn Sigurður Ingimundarson var ánægður með úrslitin. "Við byrjuðum ekki alveg nógu vel í leiknum sóknarlega en síðan small þetta saman í öðrum leikhluta sem við unnum 32-20. Þessi leikur var betri en gegn Hollandi í gær og margt sem við náðum að laga úr þeim leik. Strákarnir léku virkilega vel saman á köflum í leiknum sem gefur góð fyrirheit um framhaldið enda vorum við að leggja A-þjóð að velli. Eigum samt eftir að slípa ýmislegt til og lagfæra í þessari ferð okkar í Hollandi og Írlandi enda tilgangur ferðarinnar að undirbúa liðið fyrir átökin í Evrópukeppninni sem byrjar 6. september gegn Finnum í Laugardalshöllinni. Þetta var góður sigur hjá liðinu, liðið spilaði vel saman og er á réttri leið" sagði Sigurður Ingimundarson eftir leikinn. Íslenska liðið leiddi með 5-8 stigum allan seinni hálfleikinn en Belgía minnkaði muninn aðeins í lok leiksins. Íslenska liðið sótti ákveðið í leiknum og uppskar 44 víti í leiknum. Logi Gunnarsson (13/7 í skotum) og Magnús Þór Gunnarsson (11/6) í skotum) áttu góðan leik í kvöld ásamt þeim Jakobi Sigurðarsyni (11 stig) og Jóni Arnóri Stefánssyni (10 stig) sem kom til Hollands stuttu fyrir leikinn og lék í 19 mínútur. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu á þessu ári. Þá áttu Fannar Ólafsson og Hlynur Bæringsson stóran þátt í að íslenska liðið landaði sigrinum og sóttu öll fráköst sem voru í boði á síðustu mínútum leiksins. Friðrik Erlendur Stefánsson og Helgi Magnússon áttu einnig góðan leik í kvöld.
Sigur gegn Belgíu 92-88
25 ágú. 2006Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og vann lið Belgíu 92-88, en Belgía er A-þjóð í körfuknattleik. Logi Gunnarsson var stigahæstur með 27 stig og Magnús Þór Gunnarsson skoraði 26 stig. Vítanýting þeirra tveggja var frábær en Logi skoraði úr 10 af ellefu vítum og Magnús Þór nýtti öll 9 vítaskotin sín. Belgar unnu fyrsta leikhluta 10-17 en sóknin gekk ekki nógu vel hjá íslenska liðinu í upphafi leiks. Vörnin stóð þó fyrir sínu með Egil Jónasson sem besta mann. Þjálfarinn Sigurður Ingimundarson var ánægður með úrslitin. "Við byrjuðum ekki alveg nógu vel í leiknum sóknarlega en síðan small þetta saman í öðrum leikhluta sem við unnum 32-20. Þessi leikur var betri en gegn Hollandi í gær og margt sem við náðum að laga úr þeim leik. Strákarnir léku virkilega vel saman á köflum í leiknum sem gefur góð fyrirheit um framhaldið enda vorum við að leggja A-þjóð að velli. Eigum samt eftir að slípa ýmislegt til og lagfæra í þessari ferð okkar í Hollandi og Írlandi enda tilgangur ferðarinnar að undirbúa liðið fyrir átökin í Evrópukeppninni sem byrjar 6. september gegn Finnum í Laugardalshöllinni. Þetta var góður sigur hjá liðinu, liðið spilaði vel saman og er á réttri leið" sagði Sigurður Ingimundarson eftir leikinn. Íslenska liðið leiddi með 5-8 stigum allan seinni hálfleikinn en Belgía minnkaði muninn aðeins í lok leiksins. Íslenska liðið sótti ákveðið í leiknum og uppskar 44 víti í leiknum. Logi Gunnarsson (13/7 í skotum) og Magnús Þór Gunnarsson (11/6) í skotum) áttu góðan leik í kvöld ásamt þeim Jakobi Sigurðarsyni (11 stig) og Jóni Arnóri Stefánssyni (10 stig) sem kom til Hollands stuttu fyrir leikinn og lék í 19 mínútur. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu á þessu ári. Þá áttu Fannar Ólafsson og Hlynur Bæringsson stóran þátt í að íslenska liðið landaði sigrinum og sóttu öll fráköst sem voru í boði á síðustu mínútum leiksins. Friðrik Erlendur Stefánsson og Helgi Magnússon áttu einnig góðan leik í kvöld.