24 ágú. 2006Kristinn Jónasson úr Haukum leikur sinn fyrsta A-landsleik í kvöld þegar Ísland nætir Hollandi á æfingamóti í Alkmaar. Jón Arnór Stefánsson verður ekki með í kvöld, en hann kemur til Hollands á morgun og leikur með gegn Belgum á morgun. Íslenska liðið flaug til Amsterdam í morgun og fór rakleiðis á hótelið í Alkmaar til að hvíla sig fyrir leikinn. Góð stemmning er í íslanska hópnum og allir eru staðráðnir í að gera sitt besta. Leikurinn hefst núna kl. 17:00 að íslenskum tíma.
Kristinn leikur sinn fyrsta landsleik í kvöld
24 ágú. 2006Kristinn Jónasson úr Haukum leikur sinn fyrsta A-landsleik í kvöld þegar Ísland nætir Hollandi á æfingamóti í Alkmaar. Jón Arnór Stefánsson verður ekki með í kvöld, en hann kemur til Hollands á morgun og leikur með gegn Belgum á morgun. Íslenska liðið flaug til Amsterdam í morgun og fór rakleiðis á hótelið í Alkmaar til að hvíla sig fyrir leikinn. Góð stemmning er í íslanska hópnum og allir eru staðráðnir í að gera sitt besta. Leikurinn hefst núna kl. 17:00 að íslenskum tíma.