23 ágú. 2006Það voru mjög góðir leikir á heimsmeistarmótinu í körfubolta í gær. Það þurfti að framlengja leik Puerto Rico og Kína og tveir aðrir leikir réðust á lokasekúndunum. Larry Ayuso átti mjög góðan leik þegar Puerto Rico sigraði Kína. Hann hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 27 stig í leiknum, þar af 9 í framlengingunni. Kínverjar hafa því tapað þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Það var ekki síður spennandi leikur þegar Grikkland mætti Ástralíu í C-riðli. Ástralir voru með góða stöðu þegar 19 sekúndur voru eftir, leiddu 68-66 og áttu tvö víti. Þeir nýttu þó aðeins annað vítið og Grikkirnir skoruðu þriggja stiga körfu í næstu sókn. Grikkir náðu síðan að stela boltanum og skora aðra þriggja stiga körfu þegar 3 sekúndur voru eftir. Þeir tryggðu sér þar með sigurinn 72-69. Brasilíumenn klikkuðu á mikilvægum vítum í lokin gegn Tyrkjum. Það náðu Tyrkirnir að nýta sér og sigruðu með tveimur stigum 73-71. Ítalir lentu 11 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Senegal en náðu að koma til baka og sigra 64-56. Litháen og Bandaríkin fóru síðan nokkuð létt með sína leiki en það má lesa nánar um leikina [v+]http://www.fiba2006.fiba.com/pages/eng/fe/06_wcm/scheResu/fe_scheStat_sche.asp?selNodeID=626&openNodeIDs=626&roundID=&level2MenuTextColor=white&level2MenuBgColor=%23B30707&level3MenuTextColor=black&level3MenuBorderColor=black&level2MenuHlBgColor=white&level2MenuBorderColor=white&level3MenuHlTextColor=%23B30707&level3MenuHlBgColor=black&selTopLevNodeID=&level2MenuHlTextColor=black&level3MenuBgColor=white&eventID=3507[v-]hérna[slod-].