23 ágú. 2006Íslenska karlalandsliðið heldur í æfingaferð til Hollands á næstunni þar sem að liðið mun leika þrjá æfingaleiki. Síðan mun liðið færa sig yfir til Írlands og leika tvo leiki til viðbótar þar. Það verður 13 manna hópur sem að fer í þessa ferð og er hann skipaður eftirtöldum leikmönnum. Magnús Þór Gunnarsson Keflavík 32, landsleikir Friðrik E. Stefánsson Njarðvík 89, landsleikir Jakob Sigurðarson Ciudad de Vigo, 24 landsleikir Jón Nordal Hafsteinsson Keflavík, 40 landsleikir Kristinn Jónasson Haukar, 0 landsleikir Jón Arnór Stefánsson Valencia, 33 landsleikir Páll Axel Vilbergsson Grindavík, 58 landsleikir Fannar Ólafsson KR, 52 landsleikir Helgi Magnússon Boncourt, 42 landsleikir Hlynur Bæringsson Woon! Aris, 29 landsleikir Logi Gunnarsson BBC Bayreuth, 41 landsleikur Egill Jónasson Njarðvík, 14 landsleikir Brenton Birmingham Njarðvík, 3 landsleikir Jón Arnór Stefánsson, Jakob Sigurðarson og Helgi Magnússon munu hitta liðið í Hollandi. Þeir hafa verið við æfingar hjá félögum sínum á Spáni og í Sviss. Leikjaplanið er svona: Holland: 24. ágúst Holland - Ísland kl.17:00 25. ágúst Ísland - Belgía kl.19:00 26. ágúst Svíþjóð - Ísland kl.12:00 Írland: 27. ágúst Ísland - Noregur kl.15:00 28. ágúst Ísland - Írland kl.19:00