22 ágú. 2006Götuboltamótið 305 verður haldið næstu helgi á Miklatúni. Götubolti er bein þýðing á "Streetball" sem að sjálfsögðu er körfubolti ef einhverjir eru í vafa. Búið er að standsetja völlinn þannig að aðstæður eru eins og best verður á kosið og allar körfur í hæðinni 305. Keppt er á 4 körfur samtímis, þannig að 8 lið geta keppt á sama tíma. Mótið hefst kl. 10:00 og stendur fram eftir degi laugardaginn 26. águst og höfum við sunnudaginn uppá að hlaupa til vonar og vara ef fárviðri geisar á laugardeginum eða að dagurinn dugi ekki til að klára mótið. Hvert liði á að skipa 3-4 leikmönnum en keppt er í 3 á 3, með einn varamann sem má skipta inná hvenær sem er. Skráningargjald er 500 kr. á hvern leikmann og er greitt á staðnum. Flokkur 1kk: 15-17 ára, flokkur 2kk: 18 og +, fokkur 1kvk: 15-17 ára, flokkur 2kvk: 18 og +. Skráning fer þannig fram: 1. Sendið okkur nöfn allra leikmanna og kennitölu á netfangið sverrisson@hive.is 2. Nafn liðsins. 3. Númer flokks, 1 eða 2. 4. Staðfesting verður send til ykkar um skráningu og skal hún prentuð út og tekin með á völlin og sýnd þegar greitt er. Leikreglur: 1. Keppt er á eina körfu, 3 á 3. 2. Sóknin dæmir. 3. "Make it take it" og spila út fyrir línu eftir "turnover". 4. 2 stig fyrir utan línu. 5. Engin tími en keppt uppí 11. Vinna verður með 2 stigum. Úrslitaleikirnir eru uppí 15 og vinna verður með 2 stigum. 6. Annars gilda almennar reglur FIBA um skref, dripl og villur. 7. Umsjónarmaður fylgist með skori á hverjum velli og sker úr um vafaatriði. Verðlaun eru í boði Nike og eru körfuboltaskór í verðlaun fyrir eldri flokkana og bolir, boltar og tölvuleikir í verðlaun fyrir yngri flokkana. Umsjónarmenn mótsins eru Ívar Örn Sverrisson og Sverrir Bergmann.
Götuboltamót á Miklatúni
22 ágú. 2006Götuboltamótið 305 verður haldið næstu helgi á Miklatúni. Götubolti er bein þýðing á "Streetball" sem að sjálfsögðu er körfubolti ef einhverjir eru í vafa. Búið er að standsetja völlinn þannig að aðstæður eru eins og best verður á kosið og allar körfur í hæðinni 305. Keppt er á 4 körfur samtímis, þannig að 8 lið geta keppt á sama tíma. Mótið hefst kl. 10:00 og stendur fram eftir degi laugardaginn 26. águst og höfum við sunnudaginn uppá að hlaupa til vonar og vara ef fárviðri geisar á laugardeginum eða að dagurinn dugi ekki til að klára mótið. Hvert liði á að skipa 3-4 leikmönnum en keppt er í 3 á 3, með einn varamann sem má skipta inná hvenær sem er. Skráningargjald er 500 kr. á hvern leikmann og er greitt á staðnum. Flokkur 1kk: 15-17 ára, flokkur 2kk: 18 og +, fokkur 1kvk: 15-17 ára, flokkur 2kvk: 18 og +. Skráning fer þannig fram: 1. Sendið okkur nöfn allra leikmanna og kennitölu á netfangið sverrisson@hive.is 2. Nafn liðsins. 3. Númer flokks, 1 eða 2. 4. Staðfesting verður send til ykkar um skráningu og skal hún prentuð út og tekin með á völlin og sýnd þegar greitt er. Leikreglur: 1. Keppt er á eina körfu, 3 á 3. 2. Sóknin dæmir. 3. "Make it take it" og spila út fyrir línu eftir "turnover". 4. 2 stig fyrir utan línu. 5. Engin tími en keppt uppí 11. Vinna verður með 2 stigum. Úrslitaleikirnir eru uppí 15 og vinna verður með 2 stigum. 6. Annars gilda almennar reglur FIBA um skref, dripl og villur. 7. Umsjónarmaður fylgist með skori á hverjum velli og sker úr um vafaatriði. Verðlaun eru í boði Nike og eru körfuboltaskór í verðlaun fyrir eldri flokkana og bolir, boltar og tölvuleikir í verðlaun fyrir yngri flokkana. Umsjónarmenn mótsins eru Ívar Örn Sverrisson og Sverrir Bergmann.