20 ágú. 2006Fyrsta umferðin á HM í körfuknattleik, sem haldið er í Japan 19. ágúst til 3. september, var leikin í gær. Tólf leikir voru í gær og voru flestir þeirra nokkuð jafnir. Nígería kom á óvart með því að sigra Serbíu/Svartfjallaland, sem að eru ríkjandi heimsmeistarar. Tyrkir náðu að sigra Litháen þrátt fyrir að tveir þekktustu leikmenn þeirra, Mehmet Okur og Hedo Turkoglu, leiki ekki með á mótinu. Argentínumenn sigruðu Frakka í erfiðum leik þar sem Manu Ginobili var stigahæstur með 25 stig. Spánn vann Nýja Sjáland frekar auðveldlega og voru þrír leikmenn Spánverja jafnir með 16 stig. Bandaríkjamenn lentu í basli í fyrri hálfleik gegn Puerto Rico en náðu að tryggja sér sigur 111-100. Úrslit, tölfræði og umsagnir um leikina má finna [v+]http://www.fiba2006.fiba.com/pages/eng/fe/06_wcm/scheResu/fe_scheStat_sche.asp?selNodeID=626&openNodeIDs=626&roundID=&level2MenuTextColor=white&level2MenuBgColor=%23B30707&level3MenuTextColor=black&level3MenuBorderColor=black&level2MenuHlBgColor=white&level2MenuBorderColor=white&level3MenuHlTextColor=%23B30707&level3MenuHlBgColor=black&selTopLevNodeID=&level2MenuHlTextColor=black&level3MenuBgColor=white&eventID=3507[v-]hérna[slod-].