15 ágú. 2006FIBA hefur aldrei gefið út fleiri blaðamannaskírteini fyrir nokkurt heimsmeistaramót en fyrir HM sem hefst í Japan á laugardaginn. Alls munu um 2.500 blaðamenn fylgjast með mótinu, þar af munu um 1.900 erlendir blaðamann koma til Japans vegna mótsins. “Þessi aukni fjöldi blaðamannaskírteina endurspeglar aukinn áhuga á körfubolta um allan heim,” segir Patrick Baumann framkvæmdastjóri FIBA. Á síðasta HM, þar sem Serbar hömpuðu heimsmeistartitlinum, voru 1.200 blaðamenn frá 52 löndum. Mestur áhugi fjölmiðla fyrir mótinu utan Japan er í Argentínu, Brasilíu, Kína, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu, Nígeríu, Bandaríkjunum, Tyrklandi, Serbíu, Spáni og í Venezuela.
Metfjöldi blaðamanna á HM í Japan
15 ágú. 2006FIBA hefur aldrei gefið út fleiri blaðamannaskírteini fyrir nokkurt heimsmeistaramót en fyrir HM sem hefst í Japan á laugardaginn. Alls munu um 2.500 blaðamenn fylgjast með mótinu, þar af munu um 1.900 erlendir blaðamann koma til Japans vegna mótsins. “Þessi aukni fjöldi blaðamannaskírteina endurspeglar aukinn áhuga á körfubolta um allan heim,” segir Patrick Baumann framkvæmdastjóri FIBA. Á síðasta HM, þar sem Serbar hömpuðu heimsmeistartitlinum, voru 1.200 blaðamenn frá 52 löndum. Mestur áhugi fjölmiðla fyrir mótinu utan Japan er í Argentínu, Brasilíu, Kína, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu, Nígeríu, Bandaríkjunum, Tyrklandi, Serbíu, Spáni og í Venezuela.