15 ágú. 2006Stjórn KKÍ réð í dag Friðrik Inga Rúnarsson í starf framkvæmdastjóra KKÍ. Friðrik er körfuknattleiksunnendum vel kunnugur, enda hefur hann starfað lengi innan hreyfingarinnar. Friðrik Ingi var nýlega ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og mun hann starfa áfram með Sigurði Ingimundarsyni landsliðsþjálfara í þeim verkefnum sem framundan eru í ágúst og september. Stjórn KKÍ væntir mikils af samstarfi við Friðrik Inga og veit að þekking hans og reynsla mun nýtast körfuknattleik á Íslandi vel í framtíðinni. Margir hæfir umsækjendur voru um hituna og þakkar stjórn KKÍ þeim þann áhuga sem þeir sýndu starfinu. f.h. stjórnar KKÍ Hannes S. Jónsson formaður KKÍ
Friðrik Ingi nýr framkvæmdastjóri KKÍ
15 ágú. 2006Stjórn KKÍ réð í dag Friðrik Inga Rúnarsson í starf framkvæmdastjóra KKÍ. Friðrik er körfuknattleiksunnendum vel kunnugur, enda hefur hann starfað lengi innan hreyfingarinnar. Friðrik Ingi var nýlega ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og mun hann starfa áfram með Sigurði Ingimundarsyni landsliðsþjálfara í þeim verkefnum sem framundan eru í ágúst og september. Stjórn KKÍ væntir mikils af samstarfi við Friðrik Inga og veit að þekking hans og reynsla mun nýtast körfuknattleik á Íslandi vel í framtíðinni. Margir hæfir umsækjendur voru um hituna og þakkar stjórn KKÍ þeim þann áhuga sem þeir sýndu starfinu. f.h. stjórnar KKÍ Hannes S. Jónsson formaður KKÍ