15 ágú. 2006Stjórn KKÍ réð í dag Friðrik Inga Rúnarsson í starf framkvæmdastjóra KKÍ. Friðrik er körfuknattleiksunnendum vel kunnugur, enda hefur hann starfað lengi innan hreyfingarinnar. Friðrik Ingi var nýlega ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og mun hann starfa áfram með Sigurði Ingimundarsyni landsliðsþjálfara í þeim verkefnum sem framundan eru í ágúst og september. Stjórn KKÍ væntir mikils af samstarfi við Friðrik Inga og veit að þekking hans og reynsla mun nýtast körfuknattleik á Íslandi vel í framtíðinni. Margir hæfir umsækjendur voru um hituna og þakkar stjórn KKÍ þeim þann áhuga sem þeir sýndu starfinu. f.h. stjórnar KKÍ Hannes S. Jónsson formaður KKÍ