13 ágú. 2006Sigmundur Már Herbertsson hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína hér á Spáni. Hann hefur fengið spennandi verkefni og leyst þau vel. Í kvöld dæmir hann annan sjónvarpsleikinn sinn, sem er Spánn gegn Þýskalandi. Sigmundur Már dæmdi fyrsta daginn leik Rússa og Spánverja sem var sjónvarpað hér á Spáni, hann dæmdi leikinn með þeim Paulus Van den Heuvel frá Hollandi og Kestutis Pilipauskas frá Litháen, þeir félagar dæmdu leikinn mjög vel og þóttu leysa erfiðan leik með prýði. Í gær laugardag dæmdi Sigmundur leik Letta og Tyrkja með þeim Kestutis Pilipauskas frá Litáen og Marcin Kowaksi frá Póllandi, Tyrkir með gríðarsterkt lið og þótti dómaratríóið standa sig vel. Í kvöld dæmir Sigmundur Már leik Spánverja og Þjóðverja og er leikurinn sýndur í spænska sjónvarpinu klukkan 19:00 að íslenskum tíma eða á sama tíma og íslensku strákarnir mæta Frökkum í síðasta leik D-riðils.