13 ágú. 2006Eftir að hafa verið 41 stigi undir í hálfleik sýndu íslensku strákarnir mun meiri baráttu eftir harða ræðu frá Inga Þór. Lokatölur 115-65, eftir að staðan í hálfleik var 63-22 Frökkum í vil. Ólafur Ólafsson lék langbest í liði Íslendinga og skoraði hann 21 stig, tók 7 fráköst og sýndi óbilandi baráttu útum allan völl. Íslensku strákarnir voru alltof linir og báru alltof mikla virðingu fyrir Frökkunum. Þeir fengu að vaða að körfunni trekk í trekk og tóku hreinlega öll fráköst sem í boði voru. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-11 og í hálfleik 63-22, þar sem að Frakkarnir nýttu sér mistök Íslensku strákanna til hins ýtrasta. Frakkarnir hafa á að skipa gríðarlega stóru liði og náðu þeir að nýta sér hæðarmuninn sem og hraða sinn þegar að Íslensku strákarnir gerðu mistök. Í fyrri hálfleik voru leikmenn Íslands hreinlega einsog áhorfendur og þeir 41 stigi undir. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til strákanna, þeir börðust vel og fengu þeir ekki eins mikið af hraðupphlaupum á sig líkt og í fyrri hálfleik. Leikhlutinn fór 22-16 og staðan því 85-38. Hjörtur Halldórsson fékk sína fimmtu villu mjög snemma í leikhlutanum og var Ólafur Ólafsson einnig með fjórar villur, hann kláraði þó leikinn og skoraði hann öll sín stig í síðari hálfleik. Í fjórða leikhluta héldu strákarnir áfram að bæta við sig og hittu þeir vel utan af velli, Baldur, Ólafur, Pétur og Sigmar. Leikhlutinn fór 30-27 Frökkunum í vil og sigruðu þeir því síðari hálfleik með níu stigum og samtals með fimmtíu 115-65. Strákarnir geta verið sáttir við frammistöðu sína í síðari hálfleik en geta látið fyrri hálfleikinn sér að kenningu verða. Þeir þurfa að nýta sér þennan leik í framhaldinu. Ólafur Ólafsson lék mjög vel í leiknum og barðist vel og náði Pétur Þór að skora 11 stig, þar af níu í fjórða leikhluta. [v+]http://www.fibaeurope-u16men.com/en/Default.asp?cid={F48B5859-256A-44CD-A585-D541E90136D0}&pageID={CD2B49A8-5B02-4551-8BE0-EE38E7C010D1}&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2006&roundID=4754&teamID=&gameID=4754-D-5-3&[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Á morgun er frí hjá leikmönnum og er framundan milliriðill þar sem að andstæðingar Íslensku strákanna verða Lettar þann 15. ágúst, Slóvenar þann 16. ágúst og Grikkir þann 17. ágúst.