11 ágú. 2006Sigmundur Már Herbertsson FIBA-dómari hefur verið valinn til þess að dæma opnunarleikinn í A-deild Evrópukeppninar hjá U-16 ára drengjum sem hefst á Spáni í dag. Opnunarleikur mótsins er viðureign Spáns og Rússlands og verður leikurinn sýndur beint í sjónvarpinu á Spáni. Meðdómarar Sigmundar í leiknum í dag verða þeir Kestutis Pilipaukas frá Litháen og Paulus Van Den Hauvel frá Hollandi. Þetta er enn ein viðurkenningin á því hvað íslensku dómararnir eru að standa sig vel á erlendri grundu. Íslensku strákarnir hefja einnig leik í dag þegar þeir mæta Ísrael og hefst leikurinn klukkan 16:15 að íslenskum tíma. KKÍ óskar Sigmundi til hamingju með þessa tilnefningu.
Sigmundur dæmir opnunarleikinn á EM U-16 drengja
11 ágú. 2006Sigmundur Már Herbertsson FIBA-dómari hefur verið valinn til þess að dæma opnunarleikinn í A-deild Evrópukeppninar hjá U-16 ára drengjum sem hefst á Spáni í dag. Opnunarleikur mótsins er viðureign Spáns og Rússlands og verður leikurinn sýndur beint í sjónvarpinu á Spáni. Meðdómarar Sigmundar í leiknum í dag verða þeir Kestutis Pilipaukas frá Litháen og Paulus Van Den Hauvel frá Hollandi. Þetta er enn ein viðurkenningin á því hvað íslensku dómararnir eru að standa sig vel á erlendri grundu. Íslensku strákarnir hefja einnig leik í dag þegar þeir mæta Ísrael og hefst leikurinn klukkan 16:15 að íslenskum tíma. KKÍ óskar Sigmundi til hamingju með þessa tilnefningu.