10 ágú. 2006Íslenska U-16 ára landslið kvenna tapaði illa fyrir Finnum, 35-89, í lokaleik sínum í milliriðli b-deildar Evrópumótsins Jyvaskyla í Finnlandi í dag. Þar með er ljóst að íslenska liðið spilar um 15. til 17. sæti á mótinu. Ísland skoraði tíu fyrstu stig leiksins en síðan hrundi leikur liðsins og liðið skoraði aðeins 25 stig það sem eftir var. Gunnhildur Gunnarsdóttir var stigahæst með 10 stig en hún var valin besti leikmaður íslenska liðsins af mótshöldurum. Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn frábærlega og eftir aðeins 2 mínútur og 25 sekúndur var staðan orðin 10-0 fyrir Ísland. Finnar tóku leikhlé og áður en íslensku stelpurnar áttuðu sig voru heimastúlkur búnar að snúa leiknum. Finnar leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 14-27, og voru komnar með 27 stiga forskot fyrir hálfleik, 22-49. Finnar skoruðu síðan 17 fyrstu stig seinni hálfleiks og voru 46 stigum yfir, 26-72, fyrir lokaleikhlutann. Íslenska liðið átti ágæta spretti í lokaleikhlutanum en á endanum skildu 54 stig liðin að, 35-89. Það er ljóst að eina leiðin er upp á við fyrir íslenska liðið. Stelpurnar töpuðu 42 boltum og klikkuðu á 14 af 20 vítum og það er ljóst að allt liðið þarf að mæta miklu ákveðnara til leiks ef liðið ætlar sér að ná 14. sætinu á mótinu. Ísland mætir þar Austurríki og Portúgal í tveimur leikjum. Íslenska liðið verður líklega án aðalleikstjórnenda síns, Ingibjargar Jakobsdóttur, sem meiddist í leiknum gegn Finnum í kvöld. Ísland spilar við Austurríki á morgun klukkan 16.00 að íslenskum tíma en síðasti leikur liðsins á mótinu er síðan gegn Portúgal á laugardaginn klukkan 12.15 að íslenskum tíma. Gunnhildur Gunnarsdóttir var kosin besti leikmaður íslenska liðsins af mótshöldurum en hún var óstöðvandi á fyrstu tveimur mínútunum þegar að hún skoraði sex fyrstu stig íslenska liðsins. Gunnhildur endaði leikinn með 10 stig og 7 fiskaðar villur en næst henni í stigaskorun var fyrirliðinn Hafrún Hálfdánardóttir sem skoraði fimm stig. Þess má geta að yngsti leikmaður liðsins, Guðbjörg Sverrisdóttir, skoraði sín fyrstu landsliðsstig í leiknum í kvöld. Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu gegn Finnum: Gunnhildur Gunnarsdóttir 10 stig (7 fiskaðar villur) Hafrún Hálfdánardóttir 5 stig (5 fráköst) Lilja Ósk Sigmarsdóttir 4 stig (5 fráköst) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4 stig (8 fráköst, 2 varin) Ingibjörg Jakobsdóttir 4 stig (3 stoðsendingar á 10 mínútum) Guðbjörg Sverrisdóttir 2 stig (4 stolnir, 2 stoðsendingar) Lóa Dís Másdóttir 2 stig (2 varin) Klara Guðmundsdóttir 2 stig (3 stolnir) Kristín Fjóla Reynisdóttir 2 stig Helena Hólm (7 fráköst) og Salbjörg Sævarsdóttir léku einnig en náðu ekki að skora.
Draumabyrjun stelpnanna dugði skammt gegn Finnum
10 ágú. 2006Íslenska U-16 ára landslið kvenna tapaði illa fyrir Finnum, 35-89, í lokaleik sínum í milliriðli b-deildar Evrópumótsins Jyvaskyla í Finnlandi í dag. Þar með er ljóst að íslenska liðið spilar um 15. til 17. sæti á mótinu. Ísland skoraði tíu fyrstu stig leiksins en síðan hrundi leikur liðsins og liðið skoraði aðeins 25 stig það sem eftir var. Gunnhildur Gunnarsdóttir var stigahæst með 10 stig en hún var valin besti leikmaður íslenska liðsins af mótshöldurum. Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn frábærlega og eftir aðeins 2 mínútur og 25 sekúndur var staðan orðin 10-0 fyrir Ísland. Finnar tóku leikhlé og áður en íslensku stelpurnar áttuðu sig voru heimastúlkur búnar að snúa leiknum. Finnar leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 14-27, og voru komnar með 27 stiga forskot fyrir hálfleik, 22-49. Finnar skoruðu síðan 17 fyrstu stig seinni hálfleiks og voru 46 stigum yfir, 26-72, fyrir lokaleikhlutann. Íslenska liðið átti ágæta spretti í lokaleikhlutanum en á endanum skildu 54 stig liðin að, 35-89. Það er ljóst að eina leiðin er upp á við fyrir íslenska liðið. Stelpurnar töpuðu 42 boltum og klikkuðu á 14 af 20 vítum og það er ljóst að allt liðið þarf að mæta miklu ákveðnara til leiks ef liðið ætlar sér að ná 14. sætinu á mótinu. Ísland mætir þar Austurríki og Portúgal í tveimur leikjum. Íslenska liðið verður líklega án aðalleikstjórnenda síns, Ingibjargar Jakobsdóttur, sem meiddist í leiknum gegn Finnum í kvöld. Ísland spilar við Austurríki á morgun klukkan 16.00 að íslenskum tíma en síðasti leikur liðsins á mótinu er síðan gegn Portúgal á laugardaginn klukkan 12.15 að íslenskum tíma. Gunnhildur Gunnarsdóttir var kosin besti leikmaður íslenska liðsins af mótshöldurum en hún var óstöðvandi á fyrstu tveimur mínútunum þegar að hún skoraði sex fyrstu stig íslenska liðsins. Gunnhildur endaði leikinn með 10 stig og 7 fiskaðar villur en næst henni í stigaskorun var fyrirliðinn Hafrún Hálfdánardóttir sem skoraði fimm stig. Þess má geta að yngsti leikmaður liðsins, Guðbjörg Sverrisdóttir, skoraði sín fyrstu landsliðsstig í leiknum í kvöld. Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu gegn Finnum: Gunnhildur Gunnarsdóttir 10 stig (7 fiskaðar villur) Hafrún Hálfdánardóttir 5 stig (5 fráköst) Lilja Ósk Sigmarsdóttir 4 stig (5 fráköst) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4 stig (8 fráköst, 2 varin) Ingibjörg Jakobsdóttir 4 stig (3 stoðsendingar á 10 mínútum) Guðbjörg Sverrisdóttir 2 stig (4 stolnir, 2 stoðsendingar) Lóa Dís Másdóttir 2 stig (2 varin) Klara Guðmundsdóttir 2 stig (3 stolnir) Kristín Fjóla Reynisdóttir 2 stig Helena Hólm (7 fráköst) og Salbjörg Sævarsdóttir léku einnig en náðu ekki að skora.