5 ágú. 2006Íslenska landsliðið tapaði gegn Dönum í leik um bronsverðlaun á NM 2006 í Tempere, Finnlandi 82-81. Íslenska liði leiddi mestan leikinn en danir komust þrisvar sinnum 1 stigi yfir og í síðasta sinn í blálokin og lönduðu því sigri. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og mörg skemmtileg tilþrigf sáust til beggja liða, m.a. tróð Friðrik Erlendur Stefánsson í þrígang og í eitt skiptið var troðslan þvílík að undir tók í öllu húsinu! Ísland leiddi mestan hluta leiksins og komst mest í 12 stiga í upphafi þriðja leikhluta. Danir hittu vel úr þriggja stiga skotum í fjórða leikhluta og komust aftur inn í leikinn og jöfnuðu á lokamínútunni í 81-81 þegar 14.4 sekúndur voru eftir. Ísland átti boltann og átti að klára leikinn með síðasta skotinu eða fara í framlengingu ella. Logi gunnarsson tók skot er um 5 sekúndur voru eftir boltinn datt inn í teig og danir ná boltanum og Hlynur Bæringsson brýtur klaufalega af sér þegar 1,2 sekúndur voru eftir og Danir fengu tvö vítaskot. Fyrra skotið fór ofaní en síðan klikkaði seinna viljandi og við náðum ekki að skjóta fyrir leikslok. Leikur sem Ísland átti að vinna lokið með sigri Dana! Sigurður Ingimundarson var óánægður með að við skildum kasta sigrinum frá okkur: "Við töpuðum þessum leik ekki á síðustu sekúndunum heldur gerðu við okkur seka um að slaka of mikið á þegar við náðum forystunni og hleyptum þeim aftur inn í leikinn. Það var alger óþarfi að gefa Dönum þennan leik." Helstu tölur úr leiknum Jakob Sigurðarson 19 stig, 3 fráköst, 1 stoðsending Hlynur Bæringsson 13 stig, 4 fráköst Logi Gunnarsson 8 stig, 1 stoðsending Helgi Magnússon 8 stig, 6 fráköst Sigurður Þorvaldsson 8 stig, 1 frákast Páll Axel Vilbersson 8 stig, 1 stoðsending Magnús Þór Gunnarsson 6 stig, 2 fráköst Friðrik Erlendur Stefánsson 6 stig, 3 fráköst, 1 stoðsending JÓn Nordal Hafsteinsson 5 stig, 1 frákast Egill Jónasson 2 fráköst, 1 blokk [v+]http://www.koris.net/maajoukkueet/miesten_maajoukkue/pm-kilpailut/[v-]Úrslit og tölfræði leikja á mótinu[slod-]