4 ágú. 2006Íslenska 16 ára landslið kvenna tapaði með 24 stigum, 48-72, fyrir Finnum í fyrsta leik sínum í b-deild evrópumótsins í Jyvaskyla í Finnlandi en Finnar voru tíu stigum yfir í hálfleik, 23-33. Íslenska liðið byrjaði mjög illa í leiknum en átti mjög góðan annan leikhluta sem stelpurnar sýndu hvað þær geta. Lilja Ósk Sigmarsdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 13 stig, 6 fráköst og 4 stolna bolta en hún var valinn besti leikmaður íslenska liðsins af mótshöldurum í leikslok. Finnar fengu fljúgandi start, komust í 7-0 og 17-2 eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Eftir fyrsta leikhlutan skyldu síðan 18 stig á milli liðanna en Finnar leiddu 27-9. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan annan leikhluta sem þær unnu með 8 stigum, 14-6, og komu muninum því niður í tíu stig fyrir hálfleik, 23-33. Önnur slæm byrjun í upphafi seinni hálfleiks þýddi það að Finnar komust 24 stigum yfir, 28-52, og eftir það var munurinn í kringum tuttugu stigin. Finnar voru 23 stigum yfir eftir þriðja leikhluta, 32-55, og komust mest í 29 stiga forskot í þeim fjórða en íslensku stelpurnar áttu ágætan endasprett og minnkuðu muninn niður í 24 stig. Lilja Ósk Sigmarsdóttir kom sterk inn af bekknum og skoraði sjö af 13 stigum sínum í öðrum leikhlutanum sem vannst 14-6. Lilja var í lok leiksins valin besti leikmaður íslenska liðsins og fékk að launum lítinn bikar til minningar um þessa góðu frammistöðu. Lilja var stigahæst í íslenska liðinu ásamt öðrum Grindvíkingi en Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði stigi minna en hún. Atkvæðamestar í íslenska liðinu gegn Finnum: Lilja Ósk Sigmarsdóttir 13 stig (6 fráköst, 4 stolnir, 3 stoðsendingar) Ingibjörg Jakobsdóttir 12 stig (hitti úr 2 af 4 3ja stiga skotum) Hafrún Hálfdánardóttir 8 stig (12 fráköst) Gunnhildur Gunnarsdóttir 6 stig (6 fiskaðar villur) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4 stig (7 fráköst, 12 mínútur, 5 villur) Helena Hólm 3 stig (4 fráköst) Salbjörg Sævarsdóttir 2 stig Allar stelpurnar komu við sögu í leiknum og þær Lóa Dís Másdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir komu báðar í fyrsta skipti inná í landsleik. Lóa Dís tók meðal annars sjö fráköst.
24 stiga tap fyrir heimamönnum í fyrsta leik
4 ágú. 2006Íslenska 16 ára landslið kvenna tapaði með 24 stigum, 48-72, fyrir Finnum í fyrsta leik sínum í b-deild evrópumótsins í Jyvaskyla í Finnlandi en Finnar voru tíu stigum yfir í hálfleik, 23-33. Íslenska liðið byrjaði mjög illa í leiknum en átti mjög góðan annan leikhluta sem stelpurnar sýndu hvað þær geta. Lilja Ósk Sigmarsdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 13 stig, 6 fráköst og 4 stolna bolta en hún var valinn besti leikmaður íslenska liðsins af mótshöldurum í leikslok. Finnar fengu fljúgandi start, komust í 7-0 og 17-2 eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Eftir fyrsta leikhlutan skyldu síðan 18 stig á milli liðanna en Finnar leiddu 27-9. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan annan leikhluta sem þær unnu með 8 stigum, 14-6, og komu muninum því niður í tíu stig fyrir hálfleik, 23-33. Önnur slæm byrjun í upphafi seinni hálfleiks þýddi það að Finnar komust 24 stigum yfir, 28-52, og eftir það var munurinn í kringum tuttugu stigin. Finnar voru 23 stigum yfir eftir þriðja leikhluta, 32-55, og komust mest í 29 stiga forskot í þeim fjórða en íslensku stelpurnar áttu ágætan endasprett og minnkuðu muninn niður í 24 stig. Lilja Ósk Sigmarsdóttir kom sterk inn af bekknum og skoraði sjö af 13 stigum sínum í öðrum leikhlutanum sem vannst 14-6. Lilja var í lok leiksins valin besti leikmaður íslenska liðsins og fékk að launum lítinn bikar til minningar um þessa góðu frammistöðu. Lilja var stigahæst í íslenska liðinu ásamt öðrum Grindvíkingi en Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði stigi minna en hún. Atkvæðamestar í íslenska liðinu gegn Finnum: Lilja Ósk Sigmarsdóttir 13 stig (6 fráköst, 4 stolnir, 3 stoðsendingar) Ingibjörg Jakobsdóttir 12 stig (hitti úr 2 af 4 3ja stiga skotum) Hafrún Hálfdánardóttir 8 stig (12 fráköst) Gunnhildur Gunnarsdóttir 6 stig (6 fiskaðar villur) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4 stig (7 fráköst, 12 mínútur, 5 villur) Helena Hólm 3 stig (4 fráköst) Salbjörg Sævarsdóttir 2 stig Allar stelpurnar komu við sögu í leiknum og þær Lóa Dís Másdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir komu báðar í fyrsta skipti inná í landsleik. Lóa Dís tók meðal annars sjö fráköst.