3 ágú. 2006Íslenska landsliðið mætir Svíum á NM 2006 kl. 14.30 að íslenskum tíma í dag. Bæði liðin hafa leikið einn leik en Svíar unnu dani í fyrsta leik mótsins 60-56. Strákarnir voru mættir á morgunæfingu kl. 09.00 að staðartíma og var lagt á ráðin um hvernig mætti laga það sem var að í leiknum í gær gegn Finnum. Góður andi er í hópnum þrátt fyrir svekkelsi með leik gærdagsins og eru strákarnir staðráðnir í því að gera sitt besta í dag gegn Svíum og landa sigri.
Leikið gegn Svíþjóð á NM kl. 14.30 í dag
3 ágú. 2006Íslenska landsliðið mætir Svíum á NM 2006 kl. 14.30 að íslenskum tíma í dag. Bæði liðin hafa leikið einn leik en Svíar unnu dani í fyrsta leik mótsins 60-56. Strákarnir voru mættir á morgunæfingu kl. 09.00 að staðartíma og var lagt á ráðin um hvernig mætti laga það sem var að í leiknum í gær gegn Finnum. Góður andi er í hópnum þrátt fyrir svekkelsi með leik gærdagsins og eru strákarnir staðráðnir í því að gera sitt besta í dag gegn Svíum og landa sigri.