29 júl. 2006Íslenska 18 ára landslið kvenna vann þriggja stiga sigur á Finnum, 79-76, í næstsíðasta leik sínum á evrópumótinu í Chieti á Italiu og spilar um 10. sætið við Íra á morgun. Íslenska liðið vann upp 12 stiga forskot Finna frá því í 3. leikhluta og sýndi mikinn karkater í lokin eftir slakan leik í fyrri háfleik og byrjun þess síðari. Helena Sverrisdóttir átti frábæran dag, skoraði 31 stig, gaf 9 stoðsendingar og fiskaði 14 villur á Finnana sem gripu til allra mögulegra aðferða til þess að stoppa hana. Bryndís Guðmundsdóttir sem skoraði lykilkörfuna þegar hún setti niður þriggja stiga körfu og kom Íslandi í 78-76, þegar 18 sekundur voru eftir af leiknum. Það var siðan Margrét Kara Sturludóttir sem skoraði siðasta stigið í leiknum af vitalínunni. Íslensku stelpurnar fögnuðu vel í lokin enda stefndi lengi vel í að leikurinn væri að tapast. Liðið sýndi mikinn karkater, keppnishörku og sigurvilja með að standast harðan og grófan leik Finna og landa þessum sigri þrátt fyrir að hafa lent mikið undir í seinni hálfleik. Finnar skoruðu sex fyrstu stig leiksins og komust í 2-8 en íslensku stelpurnar voru yfir 15-14, eftir 1. leikhlutann. Finnar skoruðu aftur fyrstu sex stigin í 2. leikhluta og höfðu frumkvæðið fram að hálfleik en Finnar voru fjórum stigum yfir í leikhlei, 35-39. Ísland byrjaði seinni hálfleik vel og jafnaði í 39-39 eftir rúma mínútu en Finnar skoruðu 8 stig í röð um miðjan leikhlutann og náðu mest 12 stiga forskoti, 48-60, þegar 3:45 mínútur voru eftir. Finnar voru með átta stiga forskot, 54-62, fyrir fjórða leikhlutann en íslensku stelpurnar minnkuðu muninn strax í tvö stig, 60-62 og við tók síðan æsispennandi lokakafli þar sem liðin skiptust á að hafa forustuna. Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu gegn Finnum: Helena Sverrisdóttir 31 stig (9 stoðsendingar, 7 fráköst, 14 fiskaðar villur, 3 varin skot, hitti ur 14 af 16 vitum) Bryndís Guðmundsdóttir 16 stig (6 fráköst, hitti ur 7 af 14 skotum) María Ben Erlingsdóttir 13 stig (9 fráköst) Margrét Kara Sturludóttir 9 stig (6 fráköst, 3 stolnir) Sigrún Ámundadóttir 5 stig (4 stolnir) Bára Bragadóttir 3 stig Unnur Tara Jónsdóttir 2 stig Lokaleikur íslenska liðsins er gegn Írum klukkan 9.30 á morgun að íslenskum tíma en Írar hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur og geta með sigri náð tíunda sætinu af íslenska liðinu. Portúgal hefur þegar tryggt ser 9. sætið og sigurinn í úrslitariðlinum. Þad verða síðan Ítalía og Ukraína sem spila til úrslita á mótinu en Ukraína var með Íslandi í riðli. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði rosalega mikilvæga 3ja stiga körfu 18 sekúndum fyrir leikslok í sigurleiknum gegn Finnum í Chieti í kvöld.
Karakter og keppnisharka skilaði sigri gegn Finnum
29 júl. 2006Íslenska 18 ára landslið kvenna vann þriggja stiga sigur á Finnum, 79-76, í næstsíðasta leik sínum á evrópumótinu í Chieti á Italiu og spilar um 10. sætið við Íra á morgun. Íslenska liðið vann upp 12 stiga forskot Finna frá því í 3. leikhluta og sýndi mikinn karkater í lokin eftir slakan leik í fyrri háfleik og byrjun þess síðari. Helena Sverrisdóttir átti frábæran dag, skoraði 31 stig, gaf 9 stoðsendingar og fiskaði 14 villur á Finnana sem gripu til allra mögulegra aðferða til þess að stoppa hana. Bryndís Guðmundsdóttir sem skoraði lykilkörfuna þegar hún setti niður þriggja stiga körfu og kom Íslandi í 78-76, þegar 18 sekundur voru eftir af leiknum. Það var siðan Margrét Kara Sturludóttir sem skoraði siðasta stigið í leiknum af vitalínunni. Íslensku stelpurnar fögnuðu vel í lokin enda stefndi lengi vel í að leikurinn væri að tapast. Liðið sýndi mikinn karkater, keppnishörku og sigurvilja með að standast harðan og grófan leik Finna og landa þessum sigri þrátt fyrir að hafa lent mikið undir í seinni hálfleik. Finnar skoruðu sex fyrstu stig leiksins og komust í 2-8 en íslensku stelpurnar voru yfir 15-14, eftir 1. leikhlutann. Finnar skoruðu aftur fyrstu sex stigin í 2. leikhluta og höfðu frumkvæðið fram að hálfleik en Finnar voru fjórum stigum yfir í leikhlei, 35-39. Ísland byrjaði seinni hálfleik vel og jafnaði í 39-39 eftir rúma mínútu en Finnar skoruðu 8 stig í röð um miðjan leikhlutann og náðu mest 12 stiga forskoti, 48-60, þegar 3:45 mínútur voru eftir. Finnar voru með átta stiga forskot, 54-62, fyrir fjórða leikhlutann en íslensku stelpurnar minnkuðu muninn strax í tvö stig, 60-62 og við tók síðan æsispennandi lokakafli þar sem liðin skiptust á að hafa forustuna. Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu gegn Finnum: Helena Sverrisdóttir 31 stig (9 stoðsendingar, 7 fráköst, 14 fiskaðar villur, 3 varin skot, hitti ur 14 af 16 vitum) Bryndís Guðmundsdóttir 16 stig (6 fráköst, hitti ur 7 af 14 skotum) María Ben Erlingsdóttir 13 stig (9 fráköst) Margrét Kara Sturludóttir 9 stig (6 fráköst, 3 stolnir) Sigrún Ámundadóttir 5 stig (4 stolnir) Bára Bragadóttir 3 stig Unnur Tara Jónsdóttir 2 stig Lokaleikur íslenska liðsins er gegn Írum klukkan 9.30 á morgun að íslenskum tíma en Írar hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur og geta með sigri náð tíunda sætinu af íslenska liðinu. Portúgal hefur þegar tryggt ser 9. sætið og sigurinn í úrslitariðlinum. Þad verða síðan Ítalía og Ukraína sem spila til úrslita á mótinu en Ukraína var með Íslandi í riðli. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði rosalega mikilvæga 3ja stiga körfu 18 sekúndum fyrir leikslok í sigurleiknum gegn Finnum í Chieti í kvöld.