26 júl. 2006Í dag mun Kristinn Óskarsson dæma undanúrslitaleik Litháens og Tyrklands á Evrópumóti 18 ára drengjaliða. Það er mjög ánægjulegt að FIBA skuli hafa valið Kristinn í þetta verkefni en hann er einn af 24 FIBA dómurum á þessu móti, þetta er mikill heiður fyrir Kristinn og íslenskan körfuknattleik. Dæmt er í hinu svokallaða 3.manna kerfi á þessu móti en meðdómarar Kristins eru þeir Dodoulou frá Grikklandi og Mrdak frá Serbíu. KKÍ óskar Kristni til hamingju með þennan merka árangur.
Kristinn dæmir undanúrslitaleik á EM 18 ára drengja
26 júl. 2006Í dag mun Kristinn Óskarsson dæma undanúrslitaleik Litháens og Tyrklands á Evrópumóti 18 ára drengjaliða. Það er mjög ánægjulegt að FIBA skuli hafa valið Kristinn í þetta verkefni en hann er einn af 24 FIBA dómurum á þessu móti, þetta er mikill heiður fyrir Kristinn og íslenskan körfuknattleik. Dæmt er í hinu svokallaða 3.manna kerfi á þessu móti en meðdómarar Kristins eru þeir Dodoulou frá Grikklandi og Mrdak frá Serbíu. KKÍ óskar Kristni til hamingju með þennan merka árangur.