21 júl. 2006Stelpurnar í íslenska 18 ára liðinu töpuðu fyrsta leik sínum með 13 stigum gegn Ukraínu, 69-82, i b-deild evrópukeppninnar sem hófst í dag í Chieti á Ítalíu. Íslenska liðið var komið fjórum stigum yfir, 65-61, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir en þà kom mjög slæmur kafli þar sem úkraínska liðið skoraði 17 stig gegn aðeins 2 og gerði út um leikinn. Ukraína var fimm stigum yfir í hálfleik, 36-31. María Ben Erlingsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 21 stig en Helena Sverrisdóttir kom næst með 15 stig, 15 fraköst og 11 stoðsendingar. Íslenska liðið byrjaði ekki vel þrátt fyrir að hafa skorað fyrstu körfu leiksins. Ukraína vann fyrsta leikhlutann með 9 stigum, 23-14 en hægt og bítandi komu íslensku stelpurnar sér inn í leikinn og komust loks yfir, 31-30, þegar 4 minutur voru eftir af halfleiknum. Ukraína skoraði hinsvegar 6 siðustu stig hálfleiksins og leiddi í hálfleik, 36-31. Ukraínska liðið komst aftur tiu stigum yfir í 3ja leikhluta en aftur náðu íslensku stelpurnar að svara og koma sér inn í leikinn. Það reyndist hinsvegar ekki vel fyrir þær að komast yfir því Ukraína svaraði ávallt með góðum leikkafla og tvær þriggja stiga körfur færðu þeim fimm stiga forskot, 54-59, fyrir lokaleikhlutann. Besti kafli íslenska liðsins var í upphafi 4ja leikhlutans og það var eins og hlutirnir ætluðu að falla með þeim. Íslensku stelpurnar unnu fyrstu 3 og hálfa mínutu leikhlutans, 11-2, og voru yfir, 65-61, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Þá fóru ukraínsku skytturnar í gang, skoruðu fjóra þrista á tveimur mínútum og voru komnar 10 stigum yfir, 77-67, eftir að hafa unnið þriggja mínútna kafla 16-2. Íslenska liðið sprakk hreinlega á limminu í hitanum, skoraði aðeins 2 stig siðustu fimm mínutur leiksins og leikurinn tapaðist því með 13 stiga mun, 69-82. Helena Sverrisdottir var með þrefalda tvennu (15 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar) en það dugði þó ekki til gegn Ukraínu. Stelpurnar mæta Makedóniu í öðrum leik sínum á morgun klukkan 13.00 að íslenskum tíma. Atkvædamestar hjá íslenska liðinu: María Ben Erlingsdóttir 21 stig (5 fráköst, hitti úr 8 af 17 skotum) Helena Sverrisdóttir 15 stig (15 fráköst, 11 stoðsendingar, hitti úr 0 af 10 3ja stiga skotum) Sigrún Ámundadóttir 8 stig (4 fráköst, hitti úr 2 af 5 3ja stiga skotum) Bryndís Guðmundsdóttir 8 stig (3 stoðsendingar) Bára Bragadóttir 6 stig Margrét Kara Sturludóttir 5 stig (3 fráköst, 3 stoðsendingar) Unnur Tara Jónsdóttir 4 stig (4 fráköst) Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2 stig
Fall vonandi faraheill - stelpurnar töpuðu fyrir Ukraínu
21 júl. 2006Stelpurnar í íslenska 18 ára liðinu töpuðu fyrsta leik sínum með 13 stigum gegn Ukraínu, 69-82, i b-deild evrópukeppninnar sem hófst í dag í Chieti á Ítalíu. Íslenska liðið var komið fjórum stigum yfir, 65-61, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir en þà kom mjög slæmur kafli þar sem úkraínska liðið skoraði 17 stig gegn aðeins 2 og gerði út um leikinn. Ukraína var fimm stigum yfir í hálfleik, 36-31. María Ben Erlingsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 21 stig en Helena Sverrisdóttir kom næst með 15 stig, 15 fraköst og 11 stoðsendingar. Íslenska liðið byrjaði ekki vel þrátt fyrir að hafa skorað fyrstu körfu leiksins. Ukraína vann fyrsta leikhlutann með 9 stigum, 23-14 en hægt og bítandi komu íslensku stelpurnar sér inn í leikinn og komust loks yfir, 31-30, þegar 4 minutur voru eftir af halfleiknum. Ukraína skoraði hinsvegar 6 siðustu stig hálfleiksins og leiddi í hálfleik, 36-31. Ukraínska liðið komst aftur tiu stigum yfir í 3ja leikhluta en aftur náðu íslensku stelpurnar að svara og koma sér inn í leikinn. Það reyndist hinsvegar ekki vel fyrir þær að komast yfir því Ukraína svaraði ávallt með góðum leikkafla og tvær þriggja stiga körfur færðu þeim fimm stiga forskot, 54-59, fyrir lokaleikhlutann. Besti kafli íslenska liðsins var í upphafi 4ja leikhlutans og það var eins og hlutirnir ætluðu að falla með þeim. Íslensku stelpurnar unnu fyrstu 3 og hálfa mínutu leikhlutans, 11-2, og voru yfir, 65-61, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Þá fóru ukraínsku skytturnar í gang, skoruðu fjóra þrista á tveimur mínútum og voru komnar 10 stigum yfir, 77-67, eftir að hafa unnið þriggja mínútna kafla 16-2. Íslenska liðið sprakk hreinlega á limminu í hitanum, skoraði aðeins 2 stig siðustu fimm mínutur leiksins og leikurinn tapaðist því með 13 stiga mun, 69-82. Helena Sverrisdottir var með þrefalda tvennu (15 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar) en það dugði þó ekki til gegn Ukraínu. Stelpurnar mæta Makedóniu í öðrum leik sínum á morgun klukkan 13.00 að íslenskum tíma. Atkvædamestar hjá íslenska liðinu: María Ben Erlingsdóttir 21 stig (5 fráköst, hitti úr 8 af 17 skotum) Helena Sverrisdóttir 15 stig (15 fráköst, 11 stoðsendingar, hitti úr 0 af 10 3ja stiga skotum) Sigrún Ámundadóttir 8 stig (4 fráköst, hitti úr 2 af 5 3ja stiga skotum) Bryndís Guðmundsdóttir 8 stig (3 stoðsendingar) Bára Bragadóttir 6 stig Margrét Kara Sturludóttir 5 stig (3 fráköst, 3 stoðsendingar) Unnur Tara Jónsdóttir 4 stig (4 fráköst) Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2 stig