20 júl. 2006Ein ávæntustu úrslit síðari tíma áttu sér stað í kvöld þegar strákarnir í U18 gerðu sér lítið fyrir og lögðu sjálfa Evrópumeistara Frakka í svakalegum leik, 73-61. Hér á mótstað er allt á öðrum endanum vegna úrslita leiksins og margir í sjokki. Íslensku strákarnir, vel studdir af flestum í höllinni, sýndu enn og aftur að þeir eru magnaðir. Frakkar byrjuðu leikinn betur og voru okkar strákar alltaf að elta í fyrri hálfleik. Mikil hæd Frakkana gerði strákunum erfitt fyrir að sækja á körfuna og þurfti því íslenska liðið að stóla mikið á skot fyrir utan. Þá var frákastabaráttan erfið og Frakkarnir náðu nokkrum góðum troðslum. Strákarnir misstu Frakkana aldrei langt fram úr sér og náðu að minnka muninn í 2 stig fyrir hlé, 34-36. Hún var ekki fögur ræðan sem leikmenn Frakka fengu frá þjálfarateymi sínu í hálfleik og ljóst að Frakkar ætluðu ekki að líta illa út mikið áfram. Þeir byrjuðu seinni halfleikinn á þvi að komast 10 stigum yfir með öflugri pressuvörn. Þá skelltu strákarnir í lás í vörninni og Þröstur Leá Jóhannsson fór að hitta vel fyrir utan 3ja stiga línuna og kom Íslandi 1 stigi yfir með sinni þriðju 3ja stiga körfu á skömmum tíma. Ísland leiddi eftir þriðja leikhluta 56-52. Flestir, ef ekki allir í höllinni, voru á þvi að núna myndu Frakkar loksins spýta í lófana og rulla síðasta leikhluta upp en annað kom á daginn. Íslensku strákarnir bættu við sinn leik og unnu síðasta leikhlutann 17-9 og kórónuðu frábæran leik með 12 stiga sigri, 73-61. Eftir leik voru strákarnir í því að skrifa eiginhandaráritanir og láta taka myndir af sér með mörgum áhorfendum sem voru á leiknum. Frakkar, sem eiga marga stuðningsmenn hér sem fylgdu liðinu, fengu kaldar kveðjur úr stúkunni frá sínu fólki. Það var án efa liðsheildin sem skóp þennan sigur enda fleiri leikmenn sem náðu sér á strik bæði í vörn og sókn. Menn leiksins voru Þröstur Leó Jóhannsson og Hörður Helgi Hreiðarsson sem báðir áttu frábæran leik. Þeir losuðu mikla pressa af Herði Axeli og Brynjari sóknarlega. 14 stig gegn 6 úr hraðaupphlaupum vóg þungt og vörnin small loksins saman. Spánverjar unnu því riðilinn en Ísland, Frakkland og Kroatía eru jofn i 2.-4. sæti en Ísland kemur verst út úr innbirðisstigaskori þessara þriggja liða og kom slæmur 4. leikhluti gegn Króötum í bakið á mönnum. Stig Íslands: Hörður Helgi Hreiðarsson 17, Brynjar Þór Björnsson 16, Þröstur Leó Jóhannsson 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Sigurður Þorsteinsson 4, Hafþór Björnsson 2, Hjörtur Einarsson 2, Emil Jóhannsson 2.
Kraftaverk gerast enn !
20 júl. 2006Ein ávæntustu úrslit síðari tíma áttu sér stað í kvöld þegar strákarnir í U18 gerðu sér lítið fyrir og lögðu sjálfa Evrópumeistara Frakka í svakalegum leik, 73-61. Hér á mótstað er allt á öðrum endanum vegna úrslita leiksins og margir í sjokki. Íslensku strákarnir, vel studdir af flestum í höllinni, sýndu enn og aftur að þeir eru magnaðir. Frakkar byrjuðu leikinn betur og voru okkar strákar alltaf að elta í fyrri hálfleik. Mikil hæd Frakkana gerði strákunum erfitt fyrir að sækja á körfuna og þurfti því íslenska liðið að stóla mikið á skot fyrir utan. Þá var frákastabaráttan erfið og Frakkarnir náðu nokkrum góðum troðslum. Strákarnir misstu Frakkana aldrei langt fram úr sér og náðu að minnka muninn í 2 stig fyrir hlé, 34-36. Hún var ekki fögur ræðan sem leikmenn Frakka fengu frá þjálfarateymi sínu í hálfleik og ljóst að Frakkar ætluðu ekki að líta illa út mikið áfram. Þeir byrjuðu seinni halfleikinn á þvi að komast 10 stigum yfir með öflugri pressuvörn. Þá skelltu strákarnir í lás í vörninni og Þröstur Leá Jóhannsson fór að hitta vel fyrir utan 3ja stiga línuna og kom Íslandi 1 stigi yfir með sinni þriðju 3ja stiga körfu á skömmum tíma. Ísland leiddi eftir þriðja leikhluta 56-52. Flestir, ef ekki allir í höllinni, voru á þvi að núna myndu Frakkar loksins spýta í lófana og rulla síðasta leikhluta upp en annað kom á daginn. Íslensku strákarnir bættu við sinn leik og unnu síðasta leikhlutann 17-9 og kórónuðu frábæran leik með 12 stiga sigri, 73-61. Eftir leik voru strákarnir í því að skrifa eiginhandaráritanir og láta taka myndir af sér með mörgum áhorfendum sem voru á leiknum. Frakkar, sem eiga marga stuðningsmenn hér sem fylgdu liðinu, fengu kaldar kveðjur úr stúkunni frá sínu fólki. Það var án efa liðsheildin sem skóp þennan sigur enda fleiri leikmenn sem náðu sér á strik bæði í vörn og sókn. Menn leiksins voru Þröstur Leó Jóhannsson og Hörður Helgi Hreiðarsson sem báðir áttu frábæran leik. Þeir losuðu mikla pressa af Herði Axeli og Brynjari sóknarlega. 14 stig gegn 6 úr hraðaupphlaupum vóg þungt og vörnin small loksins saman. Spánverjar unnu því riðilinn en Ísland, Frakkland og Kroatía eru jofn i 2.-4. sæti en Ísland kemur verst út úr innbirðisstigaskori þessara þriggja liða og kom slæmur 4. leikhluti gegn Króötum í bakið á mönnum. Stig Íslands: Hörður Helgi Hreiðarsson 17, Brynjar Þór Björnsson 16, Þröstur Leó Jóhannsson 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Sigurður Þorsteinsson 4, Hafþór Björnsson 2, Hjörtur Einarsson 2, Emil Jóhannsson 2.