18 júl. 2006Stelpurnar í 18 ára landsliði kvenna fara á morgun til Chieti á Ítalíu þar sem b-deild evrópukeppninnar fer fram í ár. Íslenska liðið er í riðli með Úkraínu, Lettlandi og Makedóníu og spilar sinn fyrsta leik sinn gegn Úkraínu á föstudaginn klukkan 15.15 að íslenskum tíma. Þetta er í annað skiptið sem Ísland sendir lið til leiks í Evrópukeppni 18 ára landsliða en margar af þessum stelpum voru með þegar íslenska liðið endaði í 8. sæti á evrópumótinu í Bosníu fyrir einu ári síðan. Stelpurnar tíu sem skipa íslenska hópinn hafa æft vel að undanförnu og eru tilbúnar í slaginn. Alls taka fjórtán þjóðir þátt í b-deild evrópukeppninnar að þessu sinni en sextán þjóðir spila í a-deildinni sem fer á sama tíma fram á Tenerife á Spáni. Liðunum fjórtán er skipt niður í fjóra riðla, tvo með fjórum liðum og tvo með þremur liðum. Efstu tvær þjóðirnar í hverjum riðli komast í milliriðilinn þar sem barist er um sæti 1 til 8 en hinar þjóðirnar fara niður í milliriðil þar sem barist er um sæti 9 til 14. 1988-árgangurinn tók þótt í evrópukeppni 16 ára liða fyrir tveimur árum síðan og endaði þá í öðru sæti í sínum riðli en B-deildin var þá tvískipt og efsta liðið tryggði sér sæti í A-deildinni. Íslensku stelpurnar unnu þá 7 af 8 leikjum sínum. Sex leikmenn sem eru í liðinu nú voru með í Litháen 2004 en það eru þær Helena Sverrisdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Hrönn Þorgrímsdóttir, Bára Bragadóttir og María Ben Erlingsdóttir. Fyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er bæði leikjahæst og stigahæst í íslenska liðinu og er ásamt þeim Maríu Ben Erlingsdóttur, Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur og Berglindi Önnu Magnúsdóttur að fara á sína þriðju evrópukeppni. Berglind Anna fór bæði með 16 ára og 18 ára landsliðunum á evrópumótin í fyrrasumar. Helena hefur alls leikið 47 leiki fyrir íslensku yngri landsliðin og skorað í þeim 1089 stig en næst henni í leikjafjölda kemur María Ben Erlingsdóttir sem hefur spilað 43 landsleiki. Leikir íslenska liðsins á Ítalíu: - Riðlakeppnin - Ísland-Úkraína Föstudagur 21. júlí Kl.15.15 Ísland-Makedónía Laugardagur 22. júlí Kl.13.00 Ísland-Lettland Sunnudagur 23. júlí Kl.17.30 - Milliriðlar - 25., 26. og 27. júlí. - Leikir um sæti - 29. og 30. júlí. Íslenska 18 ára landsliðið: - Bakverðir - Bára Bragadóttir Lið: Keflavík Aldur: 18 ára Hæð: 175sm Unglingalandsleikir/Stig: 23/87 (3,8) Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/34 (4,3) Berglind Anna Magnúsdóttir Lið: Grindavík Aldur: 17 ára Hæð: 170sm Unglingalandsleikir/Stig: 21/37 (1,8) Leikir/Stig í evrópukeppni: 16/16 (1,0) Helena Sverrisdóttir Lið: Haukar Aldur: 18 ára Hæð: 184sm Unglingalandsleikir/Stig: 47/1089 (23,2) Leikir/Stig í evrópukeppni: 16/367 (22,9) Hrönn Þorgrímsdóttir Lið: Keflavík Aldur: 18 ára Hæð: 173sm Unglingalandsleikir/Stig: 18/29 (1,6) Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/3 (0,4) Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir Lið: Keflavík Aldur: 18 ára Hæð: 176sm Unglingalandsleikir/Stig: 38/281 (7,4) Leikir/Stig í evrópukeppni: 16/122 (7,6) - Framherjar - Bryndís Guðmundsdóttir Lið: Keflavík Aldur: 18 ára Hæð: 180sm Unglingalandsleikir/Stig: 30/263 (8,8) Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/76 (9,5) Margrét Kara Stuludóttir Lið: Keflavík Aldur: 17 ára Hæð: 178sm Unglingalandsleikir/Stig: 23/112 (4,9) Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/53 (6,6) Unnur Tara Jónsdóttir Lið: Haukar Aldur: 17 ára Hæð: 181sm Unglingalandsleikir/Stig: 18/117 (6,5) Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/66 (8,3) - Miðherjar - María Ben Erlingsdóttir Lið: Keflavík Aldur: 18 ára Hæð: 184sm Unglingalandsleikir/Stig: 43/557 (13,0) Leikir/Stig í evrópukeppni: 16/262 (16,4) Sigrún Ámundadóttir Lið: Haukar Aldur: 18 ára Hæð: 180sm Unglingalandsleikir/Stig: 18/74 (4,1) Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/39 (4,9)
Stelpurnar í 18 ára landsliðinu á leiðinni til Ítalíu
18 júl. 2006Stelpurnar í 18 ára landsliði kvenna fara á morgun til Chieti á Ítalíu þar sem b-deild evrópukeppninnar fer fram í ár. Íslenska liðið er í riðli með Úkraínu, Lettlandi og Makedóníu og spilar sinn fyrsta leik sinn gegn Úkraínu á föstudaginn klukkan 15.15 að íslenskum tíma. Þetta er í annað skiptið sem Ísland sendir lið til leiks í Evrópukeppni 18 ára landsliða en margar af þessum stelpum voru með þegar íslenska liðið endaði í 8. sæti á evrópumótinu í Bosníu fyrir einu ári síðan. Stelpurnar tíu sem skipa íslenska hópinn hafa æft vel að undanförnu og eru tilbúnar í slaginn. Alls taka fjórtán þjóðir þátt í b-deild evrópukeppninnar að þessu sinni en sextán þjóðir spila í a-deildinni sem fer á sama tíma fram á Tenerife á Spáni. Liðunum fjórtán er skipt niður í fjóra riðla, tvo með fjórum liðum og tvo með þremur liðum. Efstu tvær þjóðirnar í hverjum riðli komast í milliriðilinn þar sem barist er um sæti 1 til 8 en hinar þjóðirnar fara niður í milliriðil þar sem barist er um sæti 9 til 14. 1988-árgangurinn tók þótt í evrópukeppni 16 ára liða fyrir tveimur árum síðan og endaði þá í öðru sæti í sínum riðli en B-deildin var þá tvískipt og efsta liðið tryggði sér sæti í A-deildinni. Íslensku stelpurnar unnu þá 7 af 8 leikjum sínum. Sex leikmenn sem eru í liðinu nú voru með í Litháen 2004 en það eru þær Helena Sverrisdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Hrönn Þorgrímsdóttir, Bára Bragadóttir og María Ben Erlingsdóttir. Fyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er bæði leikjahæst og stigahæst í íslenska liðinu og er ásamt þeim Maríu Ben Erlingsdóttur, Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur og Berglindi Önnu Magnúsdóttur að fara á sína þriðju evrópukeppni. Berglind Anna fór bæði með 16 ára og 18 ára landsliðunum á evrópumótin í fyrrasumar. Helena hefur alls leikið 47 leiki fyrir íslensku yngri landsliðin og skorað í þeim 1089 stig en næst henni í leikjafjölda kemur María Ben Erlingsdóttir sem hefur spilað 43 landsleiki. Leikir íslenska liðsins á Ítalíu: - Riðlakeppnin - Ísland-Úkraína Föstudagur 21. júlí Kl.15.15 Ísland-Makedónía Laugardagur 22. júlí Kl.13.00 Ísland-Lettland Sunnudagur 23. júlí Kl.17.30 - Milliriðlar - 25., 26. og 27. júlí. - Leikir um sæti - 29. og 30. júlí. Íslenska 18 ára landsliðið: - Bakverðir - Bára Bragadóttir Lið: Keflavík Aldur: 18 ára Hæð: 175sm Unglingalandsleikir/Stig: 23/87 (3,8) Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/34 (4,3) Berglind Anna Magnúsdóttir Lið: Grindavík Aldur: 17 ára Hæð: 170sm Unglingalandsleikir/Stig: 21/37 (1,8) Leikir/Stig í evrópukeppni: 16/16 (1,0) Helena Sverrisdóttir Lið: Haukar Aldur: 18 ára Hæð: 184sm Unglingalandsleikir/Stig: 47/1089 (23,2) Leikir/Stig í evrópukeppni: 16/367 (22,9) Hrönn Þorgrímsdóttir Lið: Keflavík Aldur: 18 ára Hæð: 173sm Unglingalandsleikir/Stig: 18/29 (1,6) Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/3 (0,4) Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir Lið: Keflavík Aldur: 18 ára Hæð: 176sm Unglingalandsleikir/Stig: 38/281 (7,4) Leikir/Stig í evrópukeppni: 16/122 (7,6) - Framherjar - Bryndís Guðmundsdóttir Lið: Keflavík Aldur: 18 ára Hæð: 180sm Unglingalandsleikir/Stig: 30/263 (8,8) Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/76 (9,5) Margrét Kara Stuludóttir Lið: Keflavík Aldur: 17 ára Hæð: 178sm Unglingalandsleikir/Stig: 23/112 (4,9) Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/53 (6,6) Unnur Tara Jónsdóttir Lið: Haukar Aldur: 17 ára Hæð: 181sm Unglingalandsleikir/Stig: 18/117 (6,5) Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/66 (8,3) - Miðherjar - María Ben Erlingsdóttir Lið: Keflavík Aldur: 18 ára Hæð: 184sm Unglingalandsleikir/Stig: 43/557 (13,0) Leikir/Stig í evrópukeppni: 16/262 (16,4) Sigrún Ámundadóttir Lið: Haukar Aldur: 18 ára Hæð: 180sm Unglingalandsleikir/Stig: 18/74 (4,1) Leikir/Stig í evrópukeppni: 8/39 (4,9)