18 júl. 2006Jóhann Árni Ólafsson átti stórleik á tvítugs- afmælisdaginn sinn, skoraði 29 stig og leiddi Íslenska liðið til sigurs 71-68. Hann spilaði 36 mínútur þrátt fyrir erfið nárameiðsli nánast allann leikinn. Það sem skóp sigur í þessum leik var liðsheild og góður stuðningur af bekknum sem hvatti þá 5 kröftuglega er voru inná vellinum í hvert skipti. Pavel var traustur allan leikinn með 14 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Allir leikmenn íslenska liðsins sýndu mikla baráttu og samhug í leiknum. Ísland leiddi nánast allan leikinn og var komið í 11 stiga mun þegar um 6 mínútur lifðu af leiknum. Þá hrökk allt í baklás hjá okkar mönnum og Slóvakar náðu að jafna leikinn og allt í járnum. Darri kom okkar mönnum yfir með góðri körfu, staðan 70-68 og fékk Darri einnig víti. Ísland tók leikhlé og endurskiplagði sinn leik. Darri fór svellkaldur á línuna og hitti úr vítinu 71-68. Ísland náði boltanum fljótlega aftur en náðu ekki að skora. Slóvakar reyndu 3 skot á lokasekúndunum en frábær vörn íslenska liðsins hélt velli og fyrsti sigur liðsins leit dagsins ljós. Þess má geta að Slóvakar tefldu fram frekar hávöxnum leikmanni, Martin Miklosik, sem er 228 sentimetrar að hæð. Hann gat þó ekki nýtt sér hæð sína gegn íslensku víkingunum og var honum fljótlega skipt af leikvelli, lék einungis í 5 mínútur. Miami Heat var einmitt að skoða Martin Miklosik nú í sumar en ekkert komið í ljós með það enn. Stigaskor: Jóhann 29, Pavel 14, Kristján 8, Darri 7, Birgir 5, Elvar 3, Steini 3, Vésteinn 2.
Sigur í afmælisgjöf
18 júl. 2006Jóhann Árni Ólafsson átti stórleik á tvítugs- afmælisdaginn sinn, skoraði 29 stig og leiddi Íslenska liðið til sigurs 71-68. Hann spilaði 36 mínútur þrátt fyrir erfið nárameiðsli nánast allann leikinn. Það sem skóp sigur í þessum leik var liðsheild og góður stuðningur af bekknum sem hvatti þá 5 kröftuglega er voru inná vellinum í hvert skipti. Pavel var traustur allan leikinn með 14 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Allir leikmenn íslenska liðsins sýndu mikla baráttu og samhug í leiknum. Ísland leiddi nánast allan leikinn og var komið í 11 stiga mun þegar um 6 mínútur lifðu af leiknum. Þá hrökk allt í baklás hjá okkar mönnum og Slóvakar náðu að jafna leikinn og allt í járnum. Darri kom okkar mönnum yfir með góðri körfu, staðan 70-68 og fékk Darri einnig víti. Ísland tók leikhlé og endurskiplagði sinn leik. Darri fór svellkaldur á línuna og hitti úr vítinu 71-68. Ísland náði boltanum fljótlega aftur en náðu ekki að skora. Slóvakar reyndu 3 skot á lokasekúndunum en frábær vörn íslenska liðsins hélt velli og fyrsti sigur liðsins leit dagsins ljós. Þess má geta að Slóvakar tefldu fram frekar hávöxnum leikmanni, Martin Miklosik, sem er 228 sentimetrar að hæð. Hann gat þó ekki nýtt sér hæð sína gegn íslensku víkingunum og var honum fljótlega skipt af leikvelli, lék einungis í 5 mínútur. Miami Heat var einmitt að skoða Martin Miklosik nú í sumar en ekkert komið í ljós með það enn. Stigaskor: Jóhann 29, Pavel 14, Kristján 8, Darri 7, Birgir 5, Elvar 3, Steini 3, Vésteinn 2.