18 júl. 2006Í dag hefst Evrópukeppni U-18 í Grikklandi. En eins og kunnugt er leikur Ísland í A-deild og er í riðli med Spánverjum, Króötum og Frökkum. Leikurinn í dag gegn Spánverjum hefst kl. 19:00 eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni uppfærslu á FIBAEurope.com. Ferðalagið á leikstað var strembið. Eftir sólarhringsdvöl í London hélt hópurinn með flugi til Aþenu og loks med rútu til Olimpiu en sú ferð tók 5 klst. Sólin var komin upp er leikmenn gengu til náða. Aðbúnaður er mjög góður, gisting og fæði til fyrirmyndar. Hótelið er í talsverðri fjarlægð frá skarkala heimsins.
Frá Grikklandsförum
18 júl. 2006Í dag hefst Evrópukeppni U-18 í Grikklandi. En eins og kunnugt er leikur Ísland í A-deild og er í riðli med Spánverjum, Króötum og Frökkum. Leikurinn í dag gegn Spánverjum hefst kl. 19:00 eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni uppfærslu á FIBAEurope.com. Ferðalagið á leikstað var strembið. Eftir sólarhringsdvöl í London hélt hópurinn með flugi til Aþenu og loks med rútu til Olimpiu en sú ferð tók 5 klst. Sólin var komin upp er leikmenn gengu til náða. Aðbúnaður er mjög góður, gisting og fæði til fyrirmyndar. Hótelið er í talsverðri fjarlægð frá skarkala heimsins.