14 júl. 2006Það má segja að U20 ára liðið hafi ekki séð til sólar í Portúgal í dag þegar þeir öttu kappi við miklu hávaxnara lið Hollendinga. Voru Hollendingar ansi duglegir að nýta sér hæðarmunin og fengu oft 2 og 3 jafnvel 4 tilraunir í hverri sókn til að koma boltanum ofaní. Á sama tíma gekk hvorki né rak á sóknarvelli íslenska liðsins, er það von fréttaritara að þetta hafi bara verið smá ryðleiki í fyrsta leiknum. Næsti leikur liðsins er gegn Georgíu, en þeir töpuðu með 6 stigum fyrir Finnum í dag, á morgun (laugardag) kl. 13:00 að íslenskum tíma. Jóhann Ólafsson var eini leikmaður íslenska landsliðsins sem sýndi sitt rétta andlit. Hann skoraði 18 stig og var með 12 fráköst í leiknum í dag.
Sáu ekki til sólar í Portúgal
14 júl. 2006Það má segja að U20 ára liðið hafi ekki séð til sólar í Portúgal í dag þegar þeir öttu kappi við miklu hávaxnara lið Hollendinga. Voru Hollendingar ansi duglegir að nýta sér hæðarmunin og fengu oft 2 og 3 jafnvel 4 tilraunir í hverri sókn til að koma boltanum ofaní. Á sama tíma gekk hvorki né rak á sóknarvelli íslenska liðsins, er það von fréttaritara að þetta hafi bara verið smá ryðleiki í fyrsta leiknum. Næsti leikur liðsins er gegn Georgíu, en þeir töpuðu með 6 stigum fyrir Finnum í dag, á morgun (laugardag) kl. 13:00 að íslenskum tíma. Jóhann Ólafsson var eini leikmaður íslenska landsliðsins sem sýndi sitt rétta andlit. Hann skoraði 18 stig og var með 12 fráköst í leiknum í dag.