13 júl. 2006Ágóðaleikur stelpnanna í 16 og 18 ára landsliðunum á Ásvöllum á þriðjudagskvöldið heppnaðist mjög vel. Stelpurnar voru nokkuð ánægðar með innkomuna enda mættu margir til þess að styðja við bak þeirra fyrir komandi ferðir til Ítalíu og Finnlands. Grillveislan setti líka punktinn yfir i-ið og sá til þess að allir fóru saddir og sælir heim. Stelpurnar sáu sjálfar um allan undirbúning leiksins, útveguðu mat og meðlæti í grillið, útbjuggu leikskrá og sáu um að allt gengi upp auk þess að bjóða sjálfar upp á skemmtilegan körfubolta í leiknum sjálfum. Eldri stelpurnar höfðu betur í leiknum en þetta kvöld var ekki spurt að úrslitum heldur var áherslan lögð á að njóta þess að styrkja böndin milli allra þeirra sem standa við bakið á efnilegustu körfuboltakonum landsins. Foreldrar stelpnanna töluðu þannig mikið um það hversu gaman var að kynnast öllum þeim sem standa í kringum í liðin, öðrum leikmönnum, öðrum foreldum og svo þeim sem fara með stelpunum út. Tvær systur léku í leiknum, Helena Sverrisdóttir, fyrirliði 18 ára liðsins og Guðbjörg Sverrisdóttir sem er nýliði í 16 ára liðinu. Það munar rúmum fjórum árum á þeim, Helena er 18 ára en Guðbjörg verður 14 ára í vetur. Stelpurnar féllust á að koma saman á mynd fyrir leikinn en þetta var í fyrsta sinn sem þær mættust í leik því báðar spila þær náttúrulega fyrir Hauka. Liðin sem mættust í ágóðaleiknum: Efri röð frá vinstri: Unndór Sigurðsson, þjálfari 18 ára liðsins, Hrönn Þorgrímsdóttir, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Unnur Tara Jónsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Helena Sverrisdóttir, María Ben Erlingsdóttir, Margrét Kara Sturludóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Berglind Anna Magnúsdóttir, Bára Bragadóttir og Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari 16 ára liðsins. Neðri röð frá vinstri: Helena Brynja Hólm, Alma Rut Garðarsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Kristín Fjóla Reynisdóttir, Klara Guðmundsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Hafrún Hálfdánardóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir, Lóa Dís Másdóttir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, Salbjörg Sævarsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir.
Ágóðaleikurinn hjá stelpunum tókst mjög vel
13 júl. 2006Ágóðaleikur stelpnanna í 16 og 18 ára landsliðunum á Ásvöllum á þriðjudagskvöldið heppnaðist mjög vel. Stelpurnar voru nokkuð ánægðar með innkomuna enda mættu margir til þess að styðja við bak þeirra fyrir komandi ferðir til Ítalíu og Finnlands. Grillveislan setti líka punktinn yfir i-ið og sá til þess að allir fóru saddir og sælir heim. Stelpurnar sáu sjálfar um allan undirbúning leiksins, útveguðu mat og meðlæti í grillið, útbjuggu leikskrá og sáu um að allt gengi upp auk þess að bjóða sjálfar upp á skemmtilegan körfubolta í leiknum sjálfum. Eldri stelpurnar höfðu betur í leiknum en þetta kvöld var ekki spurt að úrslitum heldur var áherslan lögð á að njóta þess að styrkja böndin milli allra þeirra sem standa við bakið á efnilegustu körfuboltakonum landsins. Foreldrar stelpnanna töluðu þannig mikið um það hversu gaman var að kynnast öllum þeim sem standa í kringum í liðin, öðrum leikmönnum, öðrum foreldum og svo þeim sem fara með stelpunum út. Tvær systur léku í leiknum, Helena Sverrisdóttir, fyrirliði 18 ára liðsins og Guðbjörg Sverrisdóttir sem er nýliði í 16 ára liðinu. Það munar rúmum fjórum árum á þeim, Helena er 18 ára en Guðbjörg verður 14 ára í vetur. Stelpurnar féllust á að koma saman á mynd fyrir leikinn en þetta var í fyrsta sinn sem þær mættust í leik því báðar spila þær náttúrulega fyrir Hauka. Liðin sem mættust í ágóðaleiknum: Efri röð frá vinstri: Unndór Sigurðsson, þjálfari 18 ára liðsins, Hrönn Þorgrímsdóttir, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Unnur Tara Jónsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Helena Sverrisdóttir, María Ben Erlingsdóttir, Margrét Kara Sturludóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Berglind Anna Magnúsdóttir, Bára Bragadóttir og Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari 16 ára liðsins. Neðri röð frá vinstri: Helena Brynja Hólm, Alma Rut Garðarsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Kristín Fjóla Reynisdóttir, Klara Guðmundsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Hafrún Hálfdánardóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir, Lóa Dís Másdóttir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, Salbjörg Sævarsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir.