10 júl. 2006Unndór Sigurðsson, landsliðsþjálfari 18 ára kvenna, er búinn að velja lokahópinn sem er á leiðinni til Chieti á Ítalíu, seinna í þessum mánuði, til þess að taka þátt í Evrópukeppninni en íslenska liðið er í b-keppni. Fyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er reyndasti leikmaður liðsins en hún hefur leikið 47 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Íslenska liðið er í riðli með Úkraínu, Lettlandi og Makedóníu. Sex af tíu leikmönnum liðsins koma frá Keflavík, Haukar eiga þrjá leikmenn og Grindavík einn en Grindvíkingurinn Berglind Anna Magnúsdóttir er sú eina í hópnum sem var ekki með þegar liðið vann silfurverðlaunin á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í maí. Þær Bára Fanney Hálfdanardóttir, Ingibjörg Skúladóttir og Ragnheiður Theodórsdóttir, sem voru allar með á Norðurlandamótinu, verða ekki með í þessarri ferð. Íslenska liðið er mjög leikreynt, allir leikmenn liðsins hafa spilað 18 landsleiki eða fleiri fyrir yngri landsliðin og liðið hefur spilað saman 279 leiki eða tæpa 28 landsleiki að meðaltali á hvern leikmann í hópnum. Fjórar stelpur í hópnum, Helena Sverrisdóttir, María Ben Erlingsdóttir, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir hafa síðan allar spilað leiki fyrir A-landsliðið. 10 manna hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Bára Bragadóttir, Keflavík 170 sm (23 leikir) Berglind Anna Magnúsdóttir, Grindavík 170 sm (21 leikur) Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík 180 sm (30 leikir) Helena Sverrisdóttir, Haukum 184 sm (47 leikir) Hrönn Þorgrímsdóttir, Keflavík 173 sm (18 leikir) Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Keflavík 174 sm (38 leikir) Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík 178 sm (23 leikir) María Ben Erlingsdóttir, Keflavík 184 sm (43 leikir) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Haukum 180 sm (18 leikir) Unnur Tara Jónsdóttir, Haukum 180 sm (18 leikir) Evrópukeppni 18 ára liða kvenna fer fram á Ítalíu, nánar tiltekið í Chieti en þar fer einmitt úrslitakeppni A-landsliða kvenna á næsta ári. Fyrirkomulagið er þannig: Fyrst er leikið í riðlinum: Þar leika stelpurnar við Úkraínu, Makedóníu og Lettland. Þá taka við milliriðlar. Efstu tvö liðin fara upp í milliriðla sem gera út um sæti 1 til 8, en neðstu tvö fara niður í milliriðla þar sem barist er um sæti 9 til 16. Leiknir eru þrír leikir í milliriðlunum og þar síðan í kross. Alls eru þetta átta leikir á tíu dögum.
Unndór hefur valið 18 ára liðið sem er á leiðinni til Ítalíu
10 júl. 2006Unndór Sigurðsson, landsliðsþjálfari 18 ára kvenna, er búinn að velja lokahópinn sem er á leiðinni til Chieti á Ítalíu, seinna í þessum mánuði, til þess að taka þátt í Evrópukeppninni en íslenska liðið er í b-keppni. Fyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er reyndasti leikmaður liðsins en hún hefur leikið 47 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Íslenska liðið er í riðli með Úkraínu, Lettlandi og Makedóníu. Sex af tíu leikmönnum liðsins koma frá Keflavík, Haukar eiga þrjá leikmenn og Grindavík einn en Grindvíkingurinn Berglind Anna Magnúsdóttir er sú eina í hópnum sem var ekki með þegar liðið vann silfurverðlaunin á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í maí. Þær Bára Fanney Hálfdanardóttir, Ingibjörg Skúladóttir og Ragnheiður Theodórsdóttir, sem voru allar með á Norðurlandamótinu, verða ekki með í þessarri ferð. Íslenska liðið er mjög leikreynt, allir leikmenn liðsins hafa spilað 18 landsleiki eða fleiri fyrir yngri landsliðin og liðið hefur spilað saman 279 leiki eða tæpa 28 landsleiki að meðaltali á hvern leikmann í hópnum. Fjórar stelpur í hópnum, Helena Sverrisdóttir, María Ben Erlingsdóttir, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir hafa síðan allar spilað leiki fyrir A-landsliðið. 10 manna hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Bára Bragadóttir, Keflavík 170 sm (23 leikir) Berglind Anna Magnúsdóttir, Grindavík 170 sm (21 leikur) Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík 180 sm (30 leikir) Helena Sverrisdóttir, Haukum 184 sm (47 leikir) Hrönn Þorgrímsdóttir, Keflavík 173 sm (18 leikir) Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Keflavík 174 sm (38 leikir) Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík 178 sm (23 leikir) María Ben Erlingsdóttir, Keflavík 184 sm (43 leikir) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Haukum 180 sm (18 leikir) Unnur Tara Jónsdóttir, Haukum 180 sm (18 leikir) Evrópukeppni 18 ára liða kvenna fer fram á Ítalíu, nánar tiltekið í Chieti en þar fer einmitt úrslitakeppni A-landsliða kvenna á næsta ári. Fyrirkomulagið er þannig: Fyrst er leikið í riðlinum: Þar leika stelpurnar við Úkraínu, Makedóníu og Lettland. Þá taka við milliriðlar. Efstu tvö liðin fara upp í milliriðla sem gera út um sæti 1 til 8, en neðstu tvö fara niður í milliriðla þar sem barist er um sæti 9 til 16. Leiknir eru þrír leikir í milliriðlunum og þar síðan í kross. Alls eru þetta átta leikir á tíu dögum.