5 júl. 2006Um næstu helgi fara fram írskir dagar á Akranesi. Þar verður keppt um hittnustu ömmu Íslands í körfubolta. Allar ÖMMUR landins eru hvattar til að mæta á Skagann og sýna hvað í þeim býr. Keppnin fer fram við íþróttahúsið á Jaðarsbökkum laugardaginn 8. júli kl. 14. :00-16:00 og vegleg verðlaun eru í boði. Nú er um að gera að skella sér á Akranes um helgina á írska daga og fylgjast með spennandi skotkeppni hjá ömmunum. "Hittnasta amman á Akranesi - körfuskotkeppni við íþróttahúsið á Jaðarsbökkum. Ömmur landsins! Nú reynir á ykkur. Ekki láta segja ykkur að þið getið ekkert í körfu! Aldur er afstæður og ömmur vita hvað þær geta ! Skráið ykkur til leiks í keppnina um Hittnustu ömmuna í körfubolta - sú amma sem hittir oftast úr fimm skotum á körfuna fær glæsileg verðlaun. Taktu stórfjölskylduna með og kláraðu dæmið! Áfram amma! Skráning á staðnum. Glæsilegir vinningar í boði - fyrir hittnustu ömmuna!" Tekið af vef [v+]www.irskirdagar.is[v-]írskra daga[slod-].