28 jún. 2006Íslensku FIBA dómararnir fjórir fengu allir tilnefningar frá FIBA á leiki í Evrópukeppninni næsta haust, þar af þrjár tilnefningar í A-deild. Sigmundur Már Herbertsson ríður á vaðið, en hann dæmir leik Dana og Króata í Danmörku 3. september. Danir eru í keppni við Króata, Letta og Eista um sæti í 16 liða úrslitum Evrópumóts karla. Þremur dögum síðar dæmir Kristinn Óskarsson leik Dana og Letta í Danmörku. Pétur Hrafn Sigurðsson fer til Finnlands 13. september og verður commissioner á leik heimastúlkna og Rúmena, en sá leikur er líka leikur um sæti í 16 liða úrslitum Evrópumóts. Björgvin Rúnarsson fékk úthlutað leik Breta og Portúgals í B-deild kvenna, en sá leikur fer fram í Bretlandi 23. september.
Íslensku FIBA dómararnir allir með tilnefningar
28 jún. 2006Íslensku FIBA dómararnir fjórir fengu allir tilnefningar frá FIBA á leiki í Evrópukeppninni næsta haust, þar af þrjár tilnefningar í A-deild. Sigmundur Már Herbertsson ríður á vaðið, en hann dæmir leik Dana og Króata í Danmörku 3. september. Danir eru í keppni við Króata, Letta og Eista um sæti í 16 liða úrslitum Evrópumóts karla. Þremur dögum síðar dæmir Kristinn Óskarsson leik Dana og Letta í Danmörku. Pétur Hrafn Sigurðsson fer til Finnlands 13. september og verður commissioner á leik heimastúlkna og Rúmena, en sá leikur er líka leikur um sæti í 16 liða úrslitum Evrópumóts. Björgvin Rúnarsson fékk úthlutað leik Breta og Portúgals í B-deild kvenna, en sá leikur fer fram í Bretlandi 23. september.