16 jún. 2006Um síðustu helgi fór fram fyrri helgi Elítubúða KKÍ en þær eru undanfari yngri landsliða Íslands. Seinni helgin verður 26. – 27. ágúst. Á annað hundrað krakkar komu frá fjölmörgum félögum en félögin tilnefna efnilega krakka. Í ár eru búðirnar fyrir stráka sem eru fæddir 1993-1995 og stelpur fæddar 1992-1994. Strákarnir á myndinni hér til hliðar voru í Elítubúðunum um síðustu helgi, en þeir eru allir synir fyrrum landsliðsmanna. Frá vinstri:Valur Orri Valsson Ingimundarsonar, Elvar Már Friðriksson Ragnarssonar, Martin Hermannsson Haukssonar, Aron Ingi Albertsson Óskarssonar, Dagur Kár Jónsson Kr. Gíslasonar. Fjölmargar stelpur, eða um 60 talsins, mættu í búðirnar og voru sér æfingar fyrir þær. Búðirnar eru hugsaðar sem undanfari yngri landsliða Íslands, en síðustu ár hefur KKÍ staðið fyrir öflugu og markvissu starfi hjá yngri kvennalandsliðum. Stelpur frá Keflavík, Njarðvík og Haukum fjölmenntu í búðirnar. Einnig var góð mæting frá Snæfelli, Fjölni, UMFS og KR. Auk þess mættu stúlkur frá nokkrum öðrum félögum. Við fyrstu sýn þá virðast þessir þrír árgangar lofa góðu og með mikilli vinnu stúlknanna, félaga þeirra og KKÍ, þá ætti að vera hægt að viðhalda þeim styrkleika sem yngri kvennalandsliðin hafa náð síðustu ár. Myndir af stelpunum við æfingar í búðunum er að finna á [v+]http://www.karfan.is[v-]karfan.is[slod-].
Fjölmenni í Elítubúðum um síðustu helgi
16 jún. 2006Um síðustu helgi fór fram fyrri helgi Elítubúða KKÍ en þær eru undanfari yngri landsliða Íslands. Seinni helgin verður 26. – 27. ágúst. Á annað hundrað krakkar komu frá fjölmörgum félögum en félögin tilnefna efnilega krakka. Í ár eru búðirnar fyrir stráka sem eru fæddir 1993-1995 og stelpur fæddar 1992-1994. Strákarnir á myndinni hér til hliðar voru í Elítubúðunum um síðustu helgi, en þeir eru allir synir fyrrum landsliðsmanna. Frá vinstri:Valur Orri Valsson Ingimundarsonar, Elvar Már Friðriksson Ragnarssonar, Martin Hermannsson Haukssonar, Aron Ingi Albertsson Óskarssonar, Dagur Kár Jónsson Kr. Gíslasonar. Fjölmargar stelpur, eða um 60 talsins, mættu í búðirnar og voru sér æfingar fyrir þær. Búðirnar eru hugsaðar sem undanfari yngri landsliða Íslands, en síðustu ár hefur KKÍ staðið fyrir öflugu og markvissu starfi hjá yngri kvennalandsliðum. Stelpur frá Keflavík, Njarðvík og Haukum fjölmenntu í búðirnar. Einnig var góð mæting frá Snæfelli, Fjölni, UMFS og KR. Auk þess mættu stúlkur frá nokkrum öðrum félögum. Við fyrstu sýn þá virðast þessir þrír árgangar lofa góðu og með mikilli vinnu stúlknanna, félaga þeirra og KKÍ, þá ætti að vera hægt að viðhalda þeim styrkleika sem yngri kvennalandsliðin hafa náð síðustu ár. Myndir af stelpunum við æfingar í búðunum er að finna á [v+]http://www.karfan.is[v-]karfan.is[slod-].