28 maí 200618 ára strákarnir urðu Norðurlandameistarar eftir glæsilegan 13 stiga sigur á Svíum, 82-69, í úrslitaleiknum í Solna í dag. Íslensku strákarnir heilluðu alla í höllinni með leikgleði sinni, baráttu og frábærri liðssamvinnu sem sá til þess að Svíar voru í farþegasætinu allan leikinn. Þetta er annar Norðurlandameistaratitill 1988-árgangsins í röð en þeir unnu einnig fyrir tveimur árum þegar þeir spiluðu sem 16 ára landslið. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 22 stig í úrslitaleiknum og var valinn maður mótsins en ásamt honum var Sigurður Gunnar Þorsteinsson í úrvalsliðinu en Sigurður tók meðal annars 22 fráköst, varði 6 skot og skoraði 13 stig í úrslitaleiknum. Strákarnir byrjuðu leikinn ágætlega og komust í 6-2 en Svíar náðu að jafna í 10-10. Frábær kafli í lok fyrsta leikhluta kom íslenska liðinu í 15-10 og eftir fyrsta leikhlutann var staðan 18-12 fyrir Ísland. íslenska liðið hélt frumkvæðinu allan 2. leikhluta og hleypti sænska liðinu aldrei of nálægt sér. Staðan í hálfleik var 36-28 fyrir Ísland. Svíar hófu seinni hálfleik af krafti og munurinn var kominn niður í 4 stig eftir 4 minútur en líkt og átti eftir að gerast svo oft í leiknum þá tóku íslensku strákarnir alltaf góðan sprett þegar Svíarnir nálguðust of mikið. Ísland var yfir, 52-49, eftir 3. leikhluta eftir að Svíar höfðu unnið síðustu 1 mínútuna og 15 sekúndurnar 9-2. Tvær góðar körfur frá Sigurði Þorsteinsson í upphafi fjórða leikhlutans komu íslensku liðinu aftur í gang og í lokin munaði 13 stigum á liðinu. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 22 stig og tók 7 fráköst en hann lék allan seinni hálfleik sárþjáður eftir að hafa meitt sig á ökkla í fyrri hálfleiknum. Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson fór fyrir sínum mönnum og var með 19 stig og 5 stoðsendingar og þá má ekki gleyma framlagi miðherjans Sigurðar Þorsteinssonar sem endaði leikinn með 13 stig, 22 fráköst og 6 varin skot. Hörður og Sigurður voru báðir valdir í úrvalsliðið og Hörður var valinn besti maður mótsins. Þröstur Jóhannsson og Hörður Helgi Hreiðarsson skoruðu gríðarlega stórar og mikilvægar körfur í fjórða leikhlutanum og smituðu út frá sér með svakalegri baráttu enda báðir mikilir stemmningsmenn. Ásamt Herði og Sigurði í úrvalsliðinu voru norskur, finnskur og sænskur strákur. Benedikt Guðmundsson er þar með búinn að gera tvö íslensk landslið að Norðurlandameisturum á tveimur árum en 1988-strákarnir unnu einnig undir hans stjórn árið 2004. Líkt og þá setti Benedikt úrslitaleikinn ofar en lokaleikinn í riðlinum sem báðir máttu tapast. Þetta eru einu tapleikir 1988-árgangsins í þessum tveimur keppnum en fyrir vikið hefur íslenska liðið mætt gríðarlega sterkt í báða úrslitaleikina og unnið þá með samtals 44 stigum. 18 ára karlar, úrslitaleikur Ísland-Svíþjóð 82-69 (18-12, 36-28, 52-49) Stig Íslands: Hörður Axel Vilhjálmsson 22 (7 fráköst, 3 stoðsendingar), Brynjar Þór Björnsson 19 (5 stoðsendingar), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13 (22 fráköst, 6 varin skot), Þröstur Jóhannsson 12 (5 fráköst, 20 mínútur), Hörður Helgi Hreiðarsson 7 (8 fráköst, 4 stoðsendingar), Hjörtur Hrafn Einarsson 6 (4 stoðsendingar), Rúnar Ingi Erlingsson 3.
Strákarnir Norðurlandameistarar í annað sinn
28 maí 200618 ára strákarnir urðu Norðurlandameistarar eftir glæsilegan 13 stiga sigur á Svíum, 82-69, í úrslitaleiknum í Solna í dag. Íslensku strákarnir heilluðu alla í höllinni með leikgleði sinni, baráttu og frábærri liðssamvinnu sem sá til þess að Svíar voru í farþegasætinu allan leikinn. Þetta er annar Norðurlandameistaratitill 1988-árgangsins í röð en þeir unnu einnig fyrir tveimur árum þegar þeir spiluðu sem 16 ára landslið. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 22 stig í úrslitaleiknum og var valinn maður mótsins en ásamt honum var Sigurður Gunnar Þorsteinsson í úrvalsliðinu en Sigurður tók meðal annars 22 fráköst, varði 6 skot og skoraði 13 stig í úrslitaleiknum. Strákarnir byrjuðu leikinn ágætlega og komust í 6-2 en Svíar náðu að jafna í 10-10. Frábær kafli í lok fyrsta leikhluta kom íslenska liðinu í 15-10 og eftir fyrsta leikhlutann var staðan 18-12 fyrir Ísland. íslenska liðið hélt frumkvæðinu allan 2. leikhluta og hleypti sænska liðinu aldrei of nálægt sér. Staðan í hálfleik var 36-28 fyrir Ísland. Svíar hófu seinni hálfleik af krafti og munurinn var kominn niður í 4 stig eftir 4 minútur en líkt og átti eftir að gerast svo oft í leiknum þá tóku íslensku strákarnir alltaf góðan sprett þegar Svíarnir nálguðust of mikið. Ísland var yfir, 52-49, eftir 3. leikhluta eftir að Svíar höfðu unnið síðustu 1 mínútuna og 15 sekúndurnar 9-2. Tvær góðar körfur frá Sigurði Þorsteinsson í upphafi fjórða leikhlutans komu íslensku liðinu aftur í gang og í lokin munaði 13 stigum á liðinu. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 22 stig og tók 7 fráköst en hann lék allan seinni hálfleik sárþjáður eftir að hafa meitt sig á ökkla í fyrri hálfleiknum. Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson fór fyrir sínum mönnum og var með 19 stig og 5 stoðsendingar og þá má ekki gleyma framlagi miðherjans Sigurðar Þorsteinssonar sem endaði leikinn með 13 stig, 22 fráköst og 6 varin skot. Hörður og Sigurður voru báðir valdir í úrvalsliðið og Hörður var valinn besti maður mótsins. Þröstur Jóhannsson og Hörður Helgi Hreiðarsson skoruðu gríðarlega stórar og mikilvægar körfur í fjórða leikhlutanum og smituðu út frá sér með svakalegri baráttu enda báðir mikilir stemmningsmenn. Ásamt Herði og Sigurði í úrvalsliðinu voru norskur, finnskur og sænskur strákur. Benedikt Guðmundsson er þar með búinn að gera tvö íslensk landslið að Norðurlandameisturum á tveimur árum en 1988-strákarnir unnu einnig undir hans stjórn árið 2004. Líkt og þá setti Benedikt úrslitaleikinn ofar en lokaleikinn í riðlinum sem báðir máttu tapast. Þetta eru einu tapleikir 1988-árgangsins í þessum tveimur keppnum en fyrir vikið hefur íslenska liðið mætt gríðarlega sterkt í báða úrslitaleikina og unnið þá með samtals 44 stigum. 18 ára karlar, úrslitaleikur Ísland-Svíþjóð 82-69 (18-12, 36-28, 52-49) Stig Íslands: Hörður Axel Vilhjálmsson 22 (7 fráköst, 3 stoðsendingar), Brynjar Þór Björnsson 19 (5 stoðsendingar), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13 (22 fráköst, 6 varin skot), Þröstur Jóhannsson 12 (5 fráköst, 20 mínútur), Hörður Helgi Hreiðarsson 7 (8 fráköst, 4 stoðsendingar), Hjörtur Hrafn Einarsson 6 (4 stoðsendingar), Rúnar Ingi Erlingsson 3.