28 maí 200616 ára lið karla tryggði sér þriðja sætið á Norðurlandamótinu með 76-72 sigri á Norðmönnum í dag. Strákarnir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu en hafa síðan unnið þrjá leiki í röð þar af tvo þá síðustu gegn Norðmönnum. Sigmar Björnsson var stigahæstur í íslenska liðinu en hann skoraði öll 18 stigin sín í fjórða leikhlutanum. Þetta er þriðja árið í röð sem 16 ára lið stráka vinnur til verðlaun, en gullið vannst 2004, silfrið 2005 og svo bronsið í ár. Íslenska liðið byrjaði frábærlega í leiknum og komst í 18-7 eftir 7 mínútna leik en afar slæmur kafli síðustu þrjár mínútur leikhlutans tapaðist, 0-13. Norðmenn voru því yfir eftir 1. leikhlutann, 18-20. Íslenska liðið tók aftur frumkvæðið í 2. leikhluta og komst í 32-24 en annar slæmur endakafli gerði það að verkum að Norðmenn voru yfir í hálfleik, 32-33. Norðmenn héldu forskotinu í 3. leikhlutanum og voru yfir, 52-49, fyrir lokaleikhlutann. Ingi Þór Steinþórsson lét strákanna pressa í upphafi fjórða leikhlutans með góðum árangri og þeir skoruðu 12 fyrstu stig fjórða leikhlutans og komust 61-52 yfir. Norðmenn voru ekkert á því að gefast upp og komu sér aftur inn í leikinn en íslenska liðið hélt út og fagnaði þriðja sigri sinum í röð. Allir leikirnir hafa verið jafnir og spennandi og strákarnir hafa sýnt mikinn styrk með að klára þrjá mjög spennandi leiki í röð. Það var aðeins naumt þriggja stiga tap í fyrsta leiknum gegn Finnum hélt strákunum frá úrslitaleiknum. Sigmar Björnsson fór heldur betur í gang í fjórða leikhlutanum gegn Norðmönnum þegar hann skoraði öll 18 stigin sín en Ísland vann leikhlutann 27-20 og skoraði því allt norska liðið aðeins tveimur stigum meira en Sigmar síðustu tíu mínútur leiksins. Sigmar skoraði 10 þessarra stiga í 12-0 kaflanum fyrstu 2 mínútur leikhlutans. 16 ára karlar, leikur um 3. sætið: Ísland-Noregur 76-72 (18-20, 32-33, 49-52) Stig Íslands: Sigmar Björnsson 18, Snorri Páll Sigurðsson 16, Örn Sigurðarson 14, Hjörtur Halldórsson 11, Baldur Ragnarsson 6, Þorgrímur Björnsson 5, Pétur Jakobsson 3, Víkingur Ólafsson 3.
16 ára strákarnir tryggðu sér bronsið með þriðja sigrinum í röð
28 maí 200616 ára lið karla tryggði sér þriðja sætið á Norðurlandamótinu með 76-72 sigri á Norðmönnum í dag. Strákarnir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu en hafa síðan unnið þrjá leiki í röð þar af tvo þá síðustu gegn Norðmönnum. Sigmar Björnsson var stigahæstur í íslenska liðinu en hann skoraði öll 18 stigin sín í fjórða leikhlutanum. Þetta er þriðja árið í röð sem 16 ára lið stráka vinnur til verðlaun, en gullið vannst 2004, silfrið 2005 og svo bronsið í ár. Íslenska liðið byrjaði frábærlega í leiknum og komst í 18-7 eftir 7 mínútna leik en afar slæmur kafli síðustu þrjár mínútur leikhlutans tapaðist, 0-13. Norðmenn voru því yfir eftir 1. leikhlutann, 18-20. Íslenska liðið tók aftur frumkvæðið í 2. leikhluta og komst í 32-24 en annar slæmur endakafli gerði það að verkum að Norðmenn voru yfir í hálfleik, 32-33. Norðmenn héldu forskotinu í 3. leikhlutanum og voru yfir, 52-49, fyrir lokaleikhlutann. Ingi Þór Steinþórsson lét strákanna pressa í upphafi fjórða leikhlutans með góðum árangri og þeir skoruðu 12 fyrstu stig fjórða leikhlutans og komust 61-52 yfir. Norðmenn voru ekkert á því að gefast upp og komu sér aftur inn í leikinn en íslenska liðið hélt út og fagnaði þriðja sigri sinum í röð. Allir leikirnir hafa verið jafnir og spennandi og strákarnir hafa sýnt mikinn styrk með að klára þrjá mjög spennandi leiki í röð. Það var aðeins naumt þriggja stiga tap í fyrsta leiknum gegn Finnum hélt strákunum frá úrslitaleiknum. Sigmar Björnsson fór heldur betur í gang í fjórða leikhlutanum gegn Norðmönnum þegar hann skoraði öll 18 stigin sín en Ísland vann leikhlutann 27-20 og skoraði því allt norska liðið aðeins tveimur stigum meira en Sigmar síðustu tíu mínútur leiksins. Sigmar skoraði 10 þessarra stiga í 12-0 kaflanum fyrstu 2 mínútur leikhlutans. 16 ára karlar, leikur um 3. sætið: Ísland-Noregur 76-72 (18-20, 32-33, 49-52) Stig Íslands: Sigmar Björnsson 18, Snorri Páll Sigurðsson 16, Örn Sigurðarson 14, Hjörtur Halldórsson 11, Baldur Ragnarsson 6, Þorgrímur Björnsson 5, Pétur Jakobsson 3, Víkingur Ólafsson 3.