24 maí 2006Norðurlandamót unglinga hefst í Svíþjóð í dag. Sextán ára landsliðið stráka hvílir fyrsta daginn en hefur leik gegn Finnum klukkan 10.30 á morgun. Íslenska liðið spilar tvo mjög erfiða leiki þennan fyrsta dag því átta tímum síðar verður leikur við heimamenn í Svíþjóð flautaður á. 16 ára landsliðið hefur unnið til verðlaun tvö síðustu ár, varð Norðurlandameistari 2004 og endaði í 2. sæti í fyrra eftir hörku úrslitaleik gegn Svíum. Íslenska liðið hafði þá unnið leik liðanna í riðlakeppninni en tapaði úrslitaleiknum með fjórum stigum. Þrír leikmenn liðsins hafa reynslu af landsliðinu því þeir Örn Sigurðarson, Hjörtur Halldórsson og Snorri Páll Sigurðsson voru einnig með 16 ára liðinu í fyrra. Örn spilaði bara með á Norðurlandamótinu og Snorri Páll var bara með í Evrópukeppninni en Hjörtur var með á báðum mótum og er því leikreyndasti leikmaður liðsins. Flestir leikmenn liðsins koma frá Íslands- og bikarmeistaraliði KR eða fimmm en Blikar eiga næstflesta leikmenn í liðinu eða alls tvo menn. Alls eiga sex félög leikmenn í liðinu og sjöunda félagið, Grindavík, missti sinn fulltrúa í meiðsli á einni af síðustu æfingunum fyrir mótið. Leikir liðsins: (Íslenskur tími) Fimmtudagur 25. maí 10:30 Ísland-Finnland Fimmtudagur 25. maí 18:30 Ísland-Svíþjóð Föstudagur 26. maí 13:00 Ísland-Danmörk Laugardagur 27. maí 15:00 Ísland-Noregur Á sunnudeginum er síðan leikið um sæti 16 ára landslið karla á Norðurlandamótinu 2006 - Bakverðir - Arnþór Freyr Guðmundsson Fjölnir 185 sm Baldur Þór Ragnarsson KR 179 sm Guðmundur Auðun Gunnarsson Keflavík 183 sm Pétur Þór Jakobsson KR 183 sm Sigmar Björnson Breiðablik 185 sm Snorri Páll Sigurðsson KR 185 sm Víkingur Sindri Ólafsson KR 187 sm - Framherjar - Hjörtur Halldórsson Breiðablik 191 sm Sigurður Ólafsson KR 191 sm Örn Sigurðarson Haukar 202 sm - Miðherjar - Einar Ólafsson UMFReykdælum 193 sm Þorgrímur Guðni Björnsson Kormákur 197 sm Ingi Þór Steinþórsson þjálfar liðið og er þetta í þriðja sinn sem hann fer með landslið á Norðurlandamótið. Undir stjórn Inga Þórs náði 18 ára landsliðið 2. sætinu 2003 og 3. sætinu í fyrra. 16 ára landslið karla á NM 2003 (1986) - 4. sæti 2004 (1988) - 1. sæti 2005 (1989) - 2. sæti Gengi 16 ára landsliðs karla gegn þjóðum Danmörk - (4 leikir) 3 sigrar og 1 tap, 75% Finnland - (3 leikir) 2 sigrar og 1 tap, 33% Noregur - (3 leikir) 2 sigrar og 1 tap, 33% Svíþjóð - (5 leikir) 4 sigrar og 1 tap, 80% Samtals: 15 leikir, 11 sigrar, 4 töp, 73%