13 maí 2006Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ hlaut 39 atkvæði af 49 mögulegum í stjórnarkjöri FIBA Europe á þingi sambandsins í München í dag. Ólafur, sem var í endurkjöri í stjórnina var 9. í röðinni inn í stjórnina, en alls sitja 23 í stjórninni. Það má því með sanni segja að Ólafur hafi hlotið góða kosningu i stjórnina, enda hefur hann aflað sér virðingar og trausts með málflutningi sínum á þeim tíma sem hann hefur setið í stjórninni og reyndar einnig áður. Ólafur hefur einnig setið í fjárhagsnefnd FIBA Europe og hefur látið til sín taka á þeim vettvangi einnig.
Ólafur Rafnsson endurkjörinn í stjórn FIBA Europe
13 maí 2006Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ hlaut 39 atkvæði af 49 mögulegum í stjórnarkjöri FIBA Europe á þingi sambandsins í München í dag. Ólafur, sem var í endurkjöri í stjórnina var 9. í röðinni inn í stjórnina, en alls sitja 23 í stjórninni. Það má því með sanni segja að Ólafur hafi hlotið góða kosningu i stjórnina, enda hefur hann aflað sér virðingar og trausts með málflutningi sínum á þeim tíma sem hann hefur setið í stjórninni og reyndar einnig áður. Ólafur hefur einnig setið í fjárhagsnefnd FIBA Europe og hefur látið til sín taka á þeim vettvangi einnig.