28 apr. 2006Keppni á síðari úrslitahelgi Íslandsmóts yngri flokkanna hófst í Laugardalshöll í gærkvöldi er leikið var til úrslita í 11. flokki karla. UMFN sigraði þá granna sína úr Keflavík og Valur lagði KR. Það verða því UMFN og Valur sem mætast í úrslitaleik 11. flokks karla á sunnudag. Þessi félög mættust í úrslitum bikarkeppninnar í sl. mánuði. Þá sigraði Valur og batt enda á áralanga sigurgöngu Njarðvíkinga í þessum árgangi. Tölfræði leiks [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002401/24010102.htm[v-]UMFN - Keflavíkur[slod-], [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002401/24010101.htm[v-]Vals - KR[slod-]. Undanúrslitunum verður framhaldið í kvöld kl. 17:00, en þá verður leikið í 10. flokki kvenna og unglingaflokki karla. Í fyrramálið verða síðan undanúrslit í 9. flokki karla og úrslitahelginni og þar með keppnistímabilinu lýkur á sunnudag með úrslitaleikjum í þessum fjórum aldursflokkum. Fylgjast má með framgangi mála hér á vefnum. Úrslit og tölfræði má sjá í úrslitaramma hér til hliðar og undir "Mótayfirlit".
UMFN og Valur í úrslit í 11. flokki
28 apr. 2006Keppni á síðari úrslitahelgi Íslandsmóts yngri flokkanna hófst í Laugardalshöll í gærkvöldi er leikið var til úrslita í 11. flokki karla. UMFN sigraði þá granna sína úr Keflavík og Valur lagði KR. Það verða því UMFN og Valur sem mætast í úrslitaleik 11. flokks karla á sunnudag. Þessi félög mættust í úrslitum bikarkeppninnar í sl. mánuði. Þá sigraði Valur og batt enda á áralanga sigurgöngu Njarðvíkinga í þessum árgangi. Tölfræði leiks [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002401/24010102.htm[v-]UMFN - Keflavíkur[slod-], [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002401/24010101.htm[v-]Vals - KR[slod-]. Undanúrslitunum verður framhaldið í kvöld kl. 17:00, en þá verður leikið í 10. flokki kvenna og unglingaflokki karla. Í fyrramálið verða síðan undanúrslit í 9. flokki karla og úrslitahelginni og þar með keppnistímabilinu lýkur á sunnudag með úrslitaleikjum í þessum fjórum aldursflokkum. Fylgjast má með framgangi mála hér á vefnum. Úrslit og tölfræði má sjá í úrslitaramma hér til hliðar og undir "Mótayfirlit".