21 apr. 2006Enn er eitthvað til að miðum á lokahóf KKÍ, en hófið verður haldið á Radison SAS hótelinu v/Hagastorg, áður Hótel Sögu, í kvöld. Miðasalan hefur gengið mjög vel. en þeir aðilar sem enn hafa ekki tryggð sér miða er bent á að hafa strax samaband við hótelið. Eins og áður hefur komið fram verður Sarunas Marciuliois heiðursgestur KKÍ í hófinu og mun flytja hátíðarræðu. Veislustjóri verður hinn kunni sjónvarpsmaður og Borgnesingur Gísli Einarsson, en fastlega má búast við hann fari út og suður í veislustjórninni. Eftir mat og verðlaunaafhendingar mun hljómsveitin "Svitabandið" leika fyrir dansi, en áður en að því kemur mun hljómsveitin "Sálin hans Vals míns" þó leika nokkur frumsamin lög.